Zubimendi nálgast Arsenal - Man Utd gæti skipt Höjlund út fyrir Lookman - Tottenham vill Rashford
   fös 25. apríl 2025 09:00
Elvar Geir Magnússon
Zubimendi nálgast Arsenal - Man Utd gæti skipt Höjlund út fyrir Lookman
Powerade
Martin Zubimendi.
Martin Zubimendi.
Mynd: EPA
Ademola Lookman.
Ademola Lookman.
Mynd: EPA
Tottenham vill Rashford.
Tottenham vill Rashford.
Mynd: EPA
Fyrsti föstudagur sumarsins og hér er slúðurpakkinn í boði Powerade. Framundan er svo spennandi fótboltahelgi þar sem líklegt er að Liverpool tryggi sér Englandsmeistaratitilinn.

Arsenal er komið langt í viðræðum um að fá miðjumanninn Martin Zubimendi (26) frá Real Sociedad, Hann er með 60 milljóna evra riftunarákvæði í samningi sínum. (ESPN)

Manchester United gæti boðið danska framherjann Rasmus Höjlund (22) til Atalanta í skiptum fyrir nígeríska framherjann Ademola Lookman (27). (Sun)

Roma, Napoli og tvö félög í ensku úrvalsdeildinni hafa áhuga á að fá Callum Hudson-Odoi (24), kantmann Nottingham Forest, en samningur hans rennur út næsta sumar. (Sky Sports)

Newcastle hefur áhuga á að virkja 30 milljóna punda riftunarákvæði í samningi Liam Delap (22), framherja Ipswich og enska U21 landsliðsins. Hægt verður að virkja ákvæðið ef Ipswich fellur. (Telegraph)

Framherjinn Matheus Cunha (25) hjá Wolves er tilbúinn að ganga til liðs við Manchester United en félagið er staðráðið í að ganga frá kaupum á Brasilíumanninum í sumar. (Sky Þýskalandi)

Tottenham Hotspur mun hefja viðræður um nýjan samning við argentínska varnarmanninn Cristian Romero (26) en Real Madrid og Atletico Madrid fylgjast grannt með. (CaughtOffside)

Atletico Madrid hefur einnig áhuga á að fá úrúgvæska miðjumanninn Rodrigo Bentancur (27) frá Tottenham. (Times)

Belgíski miðjumaðurinn Albert Sambi Lokonga (25) hefur meiðst fjórum sinnum á láni hjá Sevilla á þessu tímabili. Spænska félagið er ólíklegt til að kaupa og leikmaðurinn snýr því aftur til Arsenal í sumar. (Mirror)

Kevin De Bruyne (33), miðjumaður Manchester City og Belgíu, mun ekki spila á HM félagsliða í júní þar sem hann vill ekki að meiðsli setji strik í reikninginn leit hans að nýju félagi. (Daily Star)

Tottenham Hotspur hefur áhuga á að kaupa Marcus Rashford (27), framherja Manchester United og enska landsliðsins, í sumar. (Football Transfers)

Fulltrúar Vinicius Jr (24), framherja Real Madrid og brasilíska landsliðsins, neita því að leikmaðurinn sé nálægt því að skrifa undir nýjan samning við félagið. (Athletic)
Athugasemdir
banner