Heimild: Græni herinn
Leiknir vann 3-0 útisigur gegn Völsungi í 1. deildinni í dag. Leiknir hefur nú fimm stig en Völsungur eitt.
„Mér fannst andleysi í mönnum, áhugaleysi, við vorum ekki að skapa okkur neitt og lélegar sendingar. Þannig mér fannst þetta bara mjög lélegt í dag," sagði Hrannar Björn Bergmann Steingrímsson, fyrirliði Völsungs, eftir tapið.
Hrannar segist spenntur fyrir næsta leik er Völsungur heimsækir Pepsi-deildarlið Fylkis í Árbænum.
„Það leggst mjög vel í okkur og það er skemmtilegt að fá Pepsi deildarlið. Það er vonandi að við getum notað þennan leik til þess að reyna rífa okkur aðeins í gang."
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir