
Ási Haralds, þjálfari Kára frá Akranesi var stoltur af sínum mönnum eftir leik FH og Kára í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla.
FH-ingar sigruðu leikinn 3-0 en staðan í hálfleik var 0-0 og tókst Káramönnum að gera FH erfitt fyrir í leiknum.
Lestu um leikinn: FH 3 - 0 Kári
„Það er alltaf gaman að koma í Krikann, þetta er eitt fallegasta vallarstæði landsins. Við erum að verjast allan tímann, þvílík gæði í FH liðinu og þegar fyrsta markið kemur er svona smá eins og blaðran hafi sprungið.''
„Þeir voru mjög duglegir strákarnir, fóru eftir öllu sem upp var lagt og lögðu sig extra fram og stóðu sig eins og hetjur allan þann tíma sem þeir voru inná vellinum.''
Nánar er rætt við Ása í spilaranum hér að ofan en þar ræðir hann betur um leikinn, leikmannahópinn og stefnuna í 3. deildinni auk þess að fara yfir meiðsli sem Teitur Pétursson varð fyrir í upphitun.