fim 25. maí 2023 22:54
Brynjar Ingi Erluson
3. deild: Aðeins of mikil Ástríða hjá fyrirliða Kára - Víðir með fullt hús eftir fjóra leiki
Víðir vann fjórða leik sinn í röð
Víðir vann fjórða leik sinn í röð
Mynd: Víðir Garði
Sverrir Mar Smárason (t.h) fékk rauða spjaldið í sigri Kára
Sverrir Mar Smárason (t.h) fékk rauða spjaldið í sigri Kára
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víðir trónir á toppnum í 3. deild karla eftir að hafa unnið fjórða leik sinn í röð í kvöld en liðið bar sigur úr býtum gegn Reyni Sandgerði, 1-0. Kári vann þá fyrsta leik sinn í deildinni.

Helgi Þór Jónsson gerði eina mark Víðis á 40. mínútu gegn Reyni en gestirnir misstu mann af velli undir lokin er Sindri Lars Ómarsson fékk að líta rauða spjaldið.

Víðir er með 12 stig af 12 mögulegum en Reynir með 6 stig.

Ýmir og Hvíti riddarinn gerðu 1-1 jafntefli í Kórnum. Fannar Gauti Gissurarson kom heimamönnum í 1-0 á 37. mínútu en varamaðurinn Sigurjón Ari Guðmundsson bjargaði stigi fyrir Hvíta undir lok leiks. Þetta var fyrsta stig Ýmismanna en Hvíti riddarinn er með 7 stig.

ÍH og Árbær gerðu 2-2 jafntefli í Hafnarfirði. Árbæingar komus tveimur mörkum yfir en ÍH gaf sig ekki, minnkaði muninn á 76. mínútu og þá jafnaði Tristan Snær Daníelsson metin undir lok leiks. ÍH er með 2 stig en Árbær 5 stig.

Kári vann þá fyrsta leik sinn í deildinni er liðið lagði Elliða að velli, 3-1, í Árbæ. Marteinn Theodórsson skoraði fyrstu tvö mörk Kára áðuren Fylkir Jóhannsson gerði þriðja markið á 54. mínútu.

Sverrir Mar Smárason, þáttastjórnandi Ástríðunnar og fyrirliði Kára, var heldur ástríðufullur í dag en hann fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á 71. mínútu. Það kom ekki að sök þó Elliði hafi vissulega minnkað muninn í 3-1 sex mínútum síðar.

Kári er með 4 stig í 8. sæti en Elliði í 5. sæti með 6 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Elliði 1 - 3 Kári
0-1 Marteinn Theodórsson ('5 )
0-2 Marteinn Theodórsson ('22 )
0-3 Fylkir Jóhannsson ('54 )
1-3 Hlynur Magnússon ('77 )
Rautt spjald: Sverrir Mar Smárason , Kári ('71)

Víðir 1 - 0 Reynir S.
1-0 Helgi Þór Jónsson ('40 )
Rautt spjald: Sindri Lars Ómarsson , Reynir S. ('89)

ÍH 2 - 2 Árbær
0-1 Andi Andri Morina ('4 )
0-2 Markús Máni Jónsson ('62 )
1-2 Arnar Sigþórsson ('76 )
2-2 Tristan Snær Daníelsson ('90 )

Ýmir 1 - 1 Hvíti riddarinn
1-0 Fannar Gauti GIssurarson ('37 )
1-1 Sigurjón Ari Guðmundsson ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner