Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   fim 25. maí 2023 12:41
Elvar Geir Magnússon
Stjóraleit Tottenham minnir á leitina 2021
Daniel Levy stjórnarformaður Tottenham.
Daniel Levy stjórnarformaður Tottenham.
Mynd: Getty Images
Ange Postecoglou, stjóri Celtic.
Ange Postecoglou, stjóri Celtic.
Mynd: Getty Images
Arne Slot, stjóri Feyenoord, útilokaði í morgun að hann yrði næsti stjóri Tottenham. Það eru rúmlega átta vikur síðan Tottenham rak Antonio Conte og ekkert hefur miðað hjá félaginu í leit að eftirmanni hans.

Eftir að Conte var rekinn þá var Cristian Stellini ráðinn sem bráðabirgðastjóri en hann var rekinn eftir fjóra leiki. Þá var Ryan Mason ráðinn til að stýra liðinu út tímabilið. Tottenham er í 8. sæti og hefur bara fengið fjögur stig úr síðustu sex leikjum.

Þá er Tottenham ekki með yfirmann fótboltamála eftir að Fabio Paratici lét af störfum eftir að hafa verið settur í bann vegna brota Juventus á fjárhagsreglum þegar hann var hjá ítalska félaginu.

Simon Stone, blaðamaður BBC, talar um að stjóraleit Tottenham núna minni á missheppnaða leit félagsins að stjóra 2021 sem endaði með því að Nuno Espirito Santo var ráðinn. Portúgalinn entist í fjóra mánuði.

Julian Nagelsmann, fyrrum stjóri Bayern München, var sterklega orðaður við Tottenham núna þegar Conte var látinn fara. Þá hefur verið talað um áhuga Tottenham á Luis Enrique sem hætti með Spán eftir HM.

Stone nefnir Ruud van Nistelrooy, fyrrum leikmann Manchester United, sem mögulegan kost fyrir Tottenham.

„Líkt og Slot hefur Van Nistelrooy gert áhugaverða hluti í Hollandi. Þessi 46 ára stjóri er nú laus eftir að hafa ekki náð saman við PSV Eindhoven um framtíðarsýn," skrifar Stone og nefnir fleiri kosti.

„Graham Potter byggði sína ímynd hjá Brighton og er enn í miklum metum þrátt fyrir erfiða tíma hjá Chelsea. Brendan Rodgers var sterklega orðaður við Tottenham. Hann virtist ekki njóta sín hjá Leicester áður en hann var rekinn en hann er með FA-bikarinn á ferilskránni eftir tímann á King Power."

Ange Postecoglou hefur gert góða hluti með Celtic en liðið hefur unnið skoska meistaratitilinn tvö ár í röð og er nálægt því að landa skosku þrennunni á þessu tímabili. Samkvæmt veðbönkum eru hann og Rodgers taldir líklegastir til að taka við Spurs.
Athugasemdir
banner
banner
banner