Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   lau 25. maí 2024 15:07
Sævar Þór Sveinsson
Byrjunarlið KR og Vestra: Báðir þjálfarar gera tvær breytingar
Alex Þór Hauksson er utan hóps í dag.
Alex Þór Hauksson er utan hóps í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Í dag hefst 8. umferð Bestu deildar karla. Fyrsti leikur umferðarinnar er leikur KR og Vestra en liðin mætast á Meistaravöllum í Vesturbænum núna klukkan 16:00.


Lestu um leikinn: KR 2 -  2 Vestri

Gregg Ryder gerir tvær breytingar á byrjunarliði KR frá sigrinum gegn FH í síðustu umferð. Moutaz Neffati og Aron Þórður Albertsson koma inn í byrjunarliðið. Þeir koma í stað Lúkas Magna Magnasonar, sem tekur sér sæti á bekknum og Alex Þórs Haukssonar, sem er utan hóps þar sem hann tekur út leikbann. 

Davíð Smári gerir sömuleiðis tvær breytingar á liði Vestra frá tapinu gegn Víkingi í síðustu umferð. Vladimir Tufegdzic og Sergine Modou Fall koma inn í byrjunarliðið. Toby King og Gunnar Jónas Hauksson taka sér sæti á bekknum í þeirra stað.


Byrjunarlið KR:
12. Guy Smit (m)
3. Axel Óskar Andrésson
7. Finnur Tómas Pálmason
8. Moutaz Neffati
9. Benoný Breki Andrésson
11. Aron Sigurðarson
14. Ægir Jarl Jónasson
16. Theodór Elmar Bjarnason (f)
17. Luke Rae
29. Aron Þórður Albertsson
30. Rúrik Gunnarsson

Byrjunarlið Vestri:
30. William Eskelinen (m)
0. Benedikt V. Warén
3. Elvar Baldvinsson
6. Ibrahima Balde
7. Vladimir Tufegdzic
19. Pétur Bjarnason
20. Jeppe Gertsen
21. Tarik Ibrahimagic
22. Elmar Atli Garðarsson
23. Silas Songani
77. Sergine Fall
Athugasemdir
banner
banner