Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 25. júní 2019 08:15
Elvar Geir Magnússon
Rabiot fer til Juve - Perisic vill fara til Arsenal
Powerade
Perisic er orðaður við Arsenal.
Perisic er orðaður við Arsenal.
Mynd: Getty Images
Dani Ceballos.
Dani Ceballos.
Mynd: Getty Images
Zola er í slúðurpakkanum.
Zola er í slúðurpakkanum.
Mynd: Getty Images
Tierney, Kovacic, Neymar, Pogba, Sancho, Ceballos og fleiri í slúðurpakkanum í dag. BBC tók saman.

Ítalíumeistarar Juventus hafa skákað Manchester United í baráttunni um miðjumanninn Adrien Rabiot (24) en samningur hans við PSG er runninn út. Rabiot skrifar undir hjá Juve í vikunni. (Gianluca Di Marzio)

Króatíski landsliðsmaðurinn Ivan Perisic (30) hjá Inter vill spila í ensku úrvalsdeildinni en Arsenal hefur áhuga á honum. Þá vilja félög í Kína einnig fá hann. (Sun)

Arsenal þyrfti að eyða helmingi sumarfjármagnsins til að fá skoska varnarmanninn Kieran Tierney (22) frá Celtic. Skotlandsmeistararnir setja 25 milljóna punda verðmiða á hann. (Telegraph)

Manchester United er tilbúið að borga meira en Manchester City fyrir Harry Maguire (26), miðvörð Leicester, en enski landsliðsmaðurinn vill fara til Englandsmeistarana. (Sun)

Framtíð króatíska miðjumannsins Mateo Kovacic (25) hjá Chelsea er í óvissu en lánssamningur hans frá Real Madrid rennur út 1. júlí. Chelsea hefur ekki boðið honum framlengingu. (Goal)

Paris St-Germain bauð Manchester United upp á möguleikann á að skipta á brasilíska framherjanum Neymar (27) og franska miðjumanninum Paul Pogba (26). (Independent)

United mun gera nýjar tilraunir til að fá Jadon Sancho (19), sóknarleikmann Borussia Dortmund. ef Pogba verður seldur. (Sun)

Neymar mun ekki fá að snúa aftur til Barcelona nema hann biðji stuðningsmenn katalónska stórliðsins afsökunar og taki á sig launalækkun. (El Mundo)

Newcastle United vonast til að ráða eftirmann Rafael Benítez áður en liðið fer til Kína á æfingamót. (Telegraph)

Real Madrid mun ekki hlusta á tilboð undir 50 milljónum evra í spænska miðjumanninn Dani Ceballos (22), sem sagður er á óskalista Tottenham. (AS)

Tottenham er að fylgjast með danska unglingalandsliðsmanninum Andreas Skov Olsen (19) sem leikur sem vængmaður fyrir Nordsjælland og er metinn á 15 milljónir punda. (Mirror)

Arsenal hlustar ekki á áhuga AC Milan á úrúgvæska miðjumanninum Lucas Torreira (23). (Mirror)

Arsenal hefur enn áhuga á Yannick Carrasco (25), vængmanni Dalian Yifang, en hefur ekki gert tilboð í þennan belgíska landsliðsmann. (Football.London)

Maurizio Sarri vill fá Kieran Trippier (28) til Juventus frá Tottenham en Napoli hefur einnig áhuga á bakverðinum. (Mirror)

Kólumbíski framherjinn James Rodriguez (27) er ekki viss um að hann verði hjá Real Madrid á næsta tímabili. (Marca)

Liverpool býst við því að belgíski varamarkvörðurinn Simon Mignolet (31) verði áfram hjá félaginu nema það komi tilboð sem er gott fyrir félagið og leikmanninn. (Times)

Næsti stjóri Chelsea mun hafa kost á að hafa Gianfranco Zola, sem var aðstoðarmaður Maurizio Sarri, í þjálfarateymi sínu. (Express)

Newcastle hefur áfram áhuga á að fá Salomon Rondon (29), sem var á láni frá West Brom, þrátt fyrir að Rafael Benítez sé farinn. (Star)

Real Zaragoza segist ekki hafa samþykkt að selja vængmanninn Mateo Mejia (16) til Manchester United. (Mail)

Enski varnarmaðurinn Axel Tuanzebe (21) sem var á láni hjá Aston Villa á síðasta tímabili vill fá að vita hver staða sín sé hjá Manchester United. (Sun)

Ungverski miðjumaðurinn Dominik Szoboszlai (18) vill komast burt frá Red Bull Salzburg en Arsenal, Barcelona og Borussia Dortmund hafa áhuga. (Football.London)
Athugasemdir
banner
banner
banner