banner
   fim 25. júní 2020 19:43
Ívan Guðjón Baldursson
Godsamskipti
Mynd: Getty Images
Andrea Rán Ísfeld Hauksdóttir, leikmaður kvennaliðs Breiðabliks, greindist með kórónuveiruna fyrr í dag og er KSÍ að skoða næstu skref í málinu.

Andrea Rán hefur spilað tvo leiki fyrir Blika eftir að hún kom heim til Íslands frá Bandaríkjunum. Fjöldi fólks þarf að fara í sóttkví eftir að hafa átt samskipti við hana undanfarna viku.

Umræða hefur skapast um málið á Twitter þar sem fótboltaaðdáendur virðast ekki sáttir með áætluð áform KSÍ um að setja Breiðablik og félög sem hafa mætt liðinu að undanförnu í tveggja vikna sóttkví vegna málsins.

Það vekur athygli að Mjólkurbikarleikur Breiðabliks og Víkings R. í karlaflokki fer fram í kvöld þrátt fyrir smitið.

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, sem var í tapliði KR sem fékk sex mörk á sig gegn Blikum í síðustu umferð Pepsi Max-deildar kvenna, er meðal þeirra sem tjáði sig um málið.















Sjá einnig:
Íslandsmótið í uppnámi? - Leikmaður Breiðabliks greind með Covid-19
Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra staðfestir smitið
KSÍ gefur út tilkynningu um næstu umferðir eins fljótt og mögulegt er
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner