Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 25. júní 2022 17:50
Brynjar Ingi Erluson
Takumi Minamino til Mónakó (Staðfest)
Mónakó hefur fest kaup á Takumi Minamino
Mónakó hefur fest kaup á Takumi Minamino
Mynd: Getty Images
Japanski leikmaðurinn Takumi Minamino er mættur til Mónakó frá Liverpool en þetta staðfesti Philippe Clement, þjálfari liðsins, við blaðamenn í dag.

Minamino kom til Liverpool frá RB Salzburg fyrir tveimur árum en tókst aldrei að festa sig í sessi í byrjunarliði enska félagsins.

Hann átti sitt besta tímabil með liðinu á síðustu leiktíð og var markahæsti maður liðsins í ensku bikarkeppnunum, sem Liverpool vann.

Liverpool keypti Minamino á 7,25 milljónir punda en selur hann nú með hagnaði. Mónakó komst að samkomulagi við Liverpool á dögunum en félagið greiðir 15,5 milljónir punda fyrir hann.

Clement, þjálfari Mónakó, staðfesti kaupin eftir æfingaleik liðsins við Cercle Brugge í dag.

„Ég er rosalega ánægður og hef þekkt hann lengi. Hann var ofarlega á óskalistanum og allir eru sannfærðir um að hann hafi gæðin til að spila hér," sagði Philippe Clement, þjálfari Mónakó.
Athugasemdir
banner
banner