Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   þri 25. júní 2024 10:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elísabet Ósk ekki lengur starfsmaður KSÍ
Frá æfingu í Austurríki í síðasta mánuði.
Frá æfingu í Austurríki í síðasta mánuði.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elísabetu Ósk Guðmundsdóttur hefur verið sagt upp störfum hjá KSÍ en það er 433.is sem greinir frá því. Nafn hennar er ekki lengur að finna á starfsmannalista sambandsins.

Elísabet var ráðin til starfa hjá KSÍ í mars 2022 og voru meginverkefni hennar tengd A-landsliði kvenna, öðrum landsliðum, og heilbrigðismálum.

„Ég ætla ekki að tjá mig um málefni einstakra starfsmanna í fjölmiðlum," segir Jörundur Áki Sveinsson, starfandi framkvæmdastjóri KSÍ, við 433.

Síðasta verkefni Elísabetar með A-landsliði kvenna var í Austurríki í síðasta mánuði. Fyrir þann leik gleymdist að skrá þær Kristínu Dís Árnadóttur og Selmu Sól Magnúsdóttur í hópinn og gátu þær ekki spilað. Eftir leik var talað um mannleg mistök hjá starfsmanni KSÍ en ekki var sagt frá því hvaða starfsmaður hefði gert mistökin.

Elísabet, sem er með Bachelor-gráðu í viðburða- og íþróttastjórnun, hafði verið búsett í Ástralíu í ellefu ár áður en hún tók til starfa hjá KSÍ. Hún starfaði áður á afrekssviði Sundsambands Ástralíu þar sem hún meðal annars vann með landsliðum við skipulag og fararstjórn æfinga- og keppnisferða, auk annarra verkefna tengdu afreksíþróttafólki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner