Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 25. júlí 2020 17:29
Ívan Guðjón Baldursson
Lallana er að ganga í raðir Brighton
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar eru sammála um að enski miðjumaðurinn Adam Lallana sé búinn að skrifa undir þriggja ára samning við Brighton.

Lallana er 32 ára gamall og hefur verið hjá Liverpool undanfarin sex ár. Á þeim tíma hefur hann glímt við mikið af meiðslum og sérstaklega undanfarin ár.

Lallana er fjölhæfur miðjumaður sem getur einnig leikið á hægri kanti. Hann gerði garðinn frægan hjá Southampton og á 33 leiki að baki fyrir A-landslið Englands.

Brighton er búið að bjarga sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni fyrir lokaumferðina sem fer fram á morgun.

Í heildina hefur Lallana spilað 178 leiki fyrir Liverpool, þar af 22 á þessari leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner