Salah og Van Dijk framlengja - Liverpool opið fyrir því að selja Nunez - Nkunku til Barcelona?
banner
   lau 25. júlí 2020 14:51
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Rúrik sagður hafa hafnað Víkingum - Líka tilboð frá FH
Rúrik Gíslason.
Rúrik Gíslason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúrik Gíslason er án félags en í Pepsi Max-stúkunni á Stöð 2 Sport í gær var talað um að hann væri með samningstilboð frá Víkingi Reykjavík.

„Ég skoðaði þetta í morgun og þá var mér tjáð að hann væri búinn að hafna Víkingum," sagði Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag.

Tómas segir að Rúrik hafi fengið að æfa með Víkingum og hafi mætt á tvær til þrjár æfingar hjá liðinu. Hann hafi fengið samning með sér heim.

„Það var bara verið að prófa vatnið og sjá hvort eitthvað muni gerast. Hann sagði allavega nei við fyrsta tilboði en hvort það séu áframhaldandi samningaviðræður í gangi veit ég ekki."

„Hann fékk líka tilboð frá FH en þá var Óli Kristjáns enn þjálfari. Hann sagði nei. En kannski hugnast honum frekar að spila fyrir Loga og Eið? Það er gullaldar- og landsliðstenging í FH."

Í viðtölum hefur Rúrik haldið öllu opnu og óvíst er hvort hann muni spila í íslenska boltanum.
Pepsi Max upphitun og uppgjör fyrsta þriðjungs Lengjudeildarinnar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner