Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
   sun 25. júlí 2021 22:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Víkingsvelli
Atli gaf stoðsendingu með hægri: Sitjum hlið við hlið í klefanum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður mjög vel með þetta, mjög góður að mestu leyti hjá okkur. Þeir skora geðveikt mark í fyrri hálfleik en þeir áttu ekkert mikið í fyrri hálfleiknum og heldur ekki mikið í seinni fyrr en í endann. Mér fannst þetta mjög góður leikur af okkar hálfu," sagði Atli Barkarson, leikmaður Víkings, eftir sigur gegn Stjörnunni.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  2 Stjarnan

Hefuru lent í þessu áður að þitt lið fái á sig mark fyrir aftan miðju?

„Nei, ég held ekki. Nema kannski í 4. flokki. Mér fannst liðið svara mjög vel og ég er ánægður með þetta."

Varstu ánægður með eigin frammistöðu?

„Já, nokkuð ánægður. Ég var ekki alveg nógu ánægður með mig í byrjun leiks, var aðeins að missa boltann og svoleiðis en ég vann mig inn í leikinn og gerði bara vel."

Atli hefur verið í byrjunarliði Víkings í öllum leikjunum eftir að hafa barist við Loga Tómasson og Dofra Snorrason á síðasta tímabili.

Atli lagði upp tvö mörk í leiknum. „Það var mjög gaman, ég er búinn að reyna mikið að fá stoðsendingar en það hefur ekki alveg gengið. Ef liðið er að vinna skiptir það engu máli hver er að skora eða leggja upp, bara ef við vinnum."

Seinni stoðsendingin var með hægri fæti. „Það er aðeins öðruvísi, Helgi er alltaf klárt. Það er góð tenging milli mín og Helga. Það var mjög vel klárað hjá honum. Við erum góðir félagar, sitjum hlið við hlið í klefanum. Alltaf klárir," sagði Atli að lokum.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir