Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 25. júlí 2021 21:47
Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn: Erum ekki vélmenni og menn gera mistök
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við fá nógu mikið af færum til að skora nógu mikið af mörkum til að vinna þennan leik," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir 2 - 0 tap gegn Keflavík suður með sjó í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  0 Breiðablik

„Þetta var einn af þessum dögum þar sem boltinn vill ekki inn og þannig er það stundum í fótbolta," sagði hann en mikill vindur stóð á annað markið og Breiðablik valdi eftir að hafa unnið hlutkesti að sækja á það.

„Við kusum það og það hefði verið þægilegt að nýta einhver af þessum færum sem við fengum í fyrri hálfleik, en okkur gekk alveg jafn vel að skapa færi á móti vindi og mér fannst það ekki skipta neinu máli."

Keflavík skoraði fyrra markið sitt undir lok fyrri hálfleiks eftir mistök í vörn Breiðabliks. Anton Ari gaf þá til hliðar stutt á Viktor Örn Margeirsson sem gáði ekki að sér og Joey Gibbs hirti af honum boltann og renndi í markið.

„Stundum gerast hlutir sem eru óheppilegir og þetta var einn af þeim. Þetta getur gerst og er hluti af okkar sjálfsmynd, að spila út frá marki og reyna að spila okkur í gegnum pressu andstæðinganna. En við erum ekki vélmenni og stundum gera menn mistök. Við erum allir í þessu saman, ég hef tekið þessi mörk á mig og geri það áfram. Fyrir hver mistök sem við gerum svona fáum við 10-20-30 sóknir þar sem við sundurspilum pressu hjá öflugum liðum."

Breiðablik gerði 1 - 1 jafntefli í Evrópuleik gegn Austria Vín í síðustu viku og mætir þeim aftur næsta fimmtudag. Var hugurinn kominn á þann leik?

„Nei, ég upplifði það ekki. Mér fannst einbeiting leikmanna með ágætum og auðvitað hefði verið auðvelt að hætta bara og setja hausinn undir hendina og fara í hlutlausan gír þegar hlutirnir gengu ekki upp. En við héldum áfram og héldum áfram og reyndum og reyndum. Það hefur ekkert með að gera hvaða leikur var síðasta fimmtudag og hvaða leikur er næsta fimmtudag."

Nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner