Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   sun 25. júlí 2021 21:47
Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn: Erum ekki vélmenni og menn gera mistök
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við fá nógu mikið af færum til að skora nógu mikið af mörkum til að vinna þennan leik," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir 2 - 0 tap gegn Keflavík suður með sjó í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  0 Breiðablik

„Þetta var einn af þessum dögum þar sem boltinn vill ekki inn og þannig er það stundum í fótbolta," sagði hann en mikill vindur stóð á annað markið og Breiðablik valdi eftir að hafa unnið hlutkesti að sækja á það.

„Við kusum það og það hefði verið þægilegt að nýta einhver af þessum færum sem við fengum í fyrri hálfleik, en okkur gekk alveg jafn vel að skapa færi á móti vindi og mér fannst það ekki skipta neinu máli."

Keflavík skoraði fyrra markið sitt undir lok fyrri hálfleiks eftir mistök í vörn Breiðabliks. Anton Ari gaf þá til hliðar stutt á Viktor Örn Margeirsson sem gáði ekki að sér og Joey Gibbs hirti af honum boltann og renndi í markið.

„Stundum gerast hlutir sem eru óheppilegir og þetta var einn af þeim. Þetta getur gerst og er hluti af okkar sjálfsmynd, að spila út frá marki og reyna að spila okkur í gegnum pressu andstæðinganna. En við erum ekki vélmenni og stundum gera menn mistök. Við erum allir í þessu saman, ég hef tekið þessi mörk á mig og geri það áfram. Fyrir hver mistök sem við gerum svona fáum við 10-20-30 sóknir þar sem við sundurspilum pressu hjá öflugum liðum."

Breiðablik gerði 1 - 1 jafntefli í Evrópuleik gegn Austria Vín í síðustu viku og mætir þeim aftur næsta fimmtudag. Var hugurinn kominn á þann leik?

„Nei, ég upplifði það ekki. Mér fannst einbeiting leikmanna með ágætum og auðvitað hefði verið auðvelt að hætta bara og setja hausinn undir hendina og fara í hlutlausan gír þegar hlutirnir gengu ekki upp. En við héldum áfram og héldum áfram og reyndum og reyndum. Það hefur ekkert með að gera hvaða leikur var síðasta fimmtudag og hvaða leikur er næsta fimmtudag."

Nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner