Viðræður við Vinicius - Isak spenntur fyrir Liverpool - United fylgist með Delap - Arsenal bíður til sumars
Ekki stoppistöð Víkinga - „Ætlum að skrifa söguna ennþá meira"
Sölvi: Hjartað sem þeir sýndu allan leikinn og slökktu aldrei á sér
Matti Villa: Þurfum að kalla hann 'scoring machine' og hann mun elska það
Davíð Atla um fyrsta Evrópumarkið: Fáránlegt þegar ég heyri þig segja þetta
Sverrir Ingi: Vissi þetta fyrirfram því ég þekki íslensku geðveikina og hugarfarið
Helgi Guðjóns eftir sögulegan sigur: Ætlaði ekki að trúa þessu
Sjáðu myndbandið sem Víkingar horfðu á í klefanum
Ekki alveg partur af handriti Hauks - „Töldum þetta best fyrir minn feril"
Formaðurinn spenntur: Risastór stund í íslenskum íþróttum
Björn Bjartmarz bjartsýnn: Besta ráðning félagsins
Danijel Djuric: Hann er með öðruvísi DNA
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
   sun 25. júlí 2021 21:47
Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn: Erum ekki vélmenni og menn gera mistök
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við fá nógu mikið af færum til að skora nógu mikið af mörkum til að vinna þennan leik," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir 2 - 0 tap gegn Keflavík suður með sjó í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  0 Breiðablik

„Þetta var einn af þessum dögum þar sem boltinn vill ekki inn og þannig er það stundum í fótbolta," sagði hann en mikill vindur stóð á annað markið og Breiðablik valdi eftir að hafa unnið hlutkesti að sækja á það.

„Við kusum það og það hefði verið þægilegt að nýta einhver af þessum færum sem við fengum í fyrri hálfleik, en okkur gekk alveg jafn vel að skapa færi á móti vindi og mér fannst það ekki skipta neinu máli."

Keflavík skoraði fyrra markið sitt undir lok fyrri hálfleiks eftir mistök í vörn Breiðabliks. Anton Ari gaf þá til hliðar stutt á Viktor Örn Margeirsson sem gáði ekki að sér og Joey Gibbs hirti af honum boltann og renndi í markið.

„Stundum gerast hlutir sem eru óheppilegir og þetta var einn af þeim. Þetta getur gerst og er hluti af okkar sjálfsmynd, að spila út frá marki og reyna að spila okkur í gegnum pressu andstæðinganna. En við erum ekki vélmenni og stundum gera menn mistök. Við erum allir í þessu saman, ég hef tekið þessi mörk á mig og geri það áfram. Fyrir hver mistök sem við gerum svona fáum við 10-20-30 sóknir þar sem við sundurspilum pressu hjá öflugum liðum."

Breiðablik gerði 1 - 1 jafntefli í Evrópuleik gegn Austria Vín í síðustu viku og mætir þeim aftur næsta fimmtudag. Var hugurinn kominn á þann leik?

„Nei, ég upplifði það ekki. Mér fannst einbeiting leikmanna með ágætum og auðvitað hefði verið auðvelt að hætta bara og setja hausinn undir hendina og fara í hlutlausan gír þegar hlutirnir gengu ekki upp. En við héldum áfram og héldum áfram og reyndum og reyndum. Það hefur ekkert með að gera hvaða leikur var síðasta fimmtudag og hvaða leikur er næsta fimmtudag."

Nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner