Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   sun 25. júlí 2021 21:47
Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn: Erum ekki vélmenni og menn gera mistök
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við fá nógu mikið af færum til að skora nógu mikið af mörkum til að vinna þennan leik," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir 2 - 0 tap gegn Keflavík suður með sjó í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  0 Breiðablik

„Þetta var einn af þessum dögum þar sem boltinn vill ekki inn og þannig er það stundum í fótbolta," sagði hann en mikill vindur stóð á annað markið og Breiðablik valdi eftir að hafa unnið hlutkesti að sækja á það.

„Við kusum það og það hefði verið þægilegt að nýta einhver af þessum færum sem við fengum í fyrri hálfleik, en okkur gekk alveg jafn vel að skapa færi á móti vindi og mér fannst það ekki skipta neinu máli."

Keflavík skoraði fyrra markið sitt undir lok fyrri hálfleiks eftir mistök í vörn Breiðabliks. Anton Ari gaf þá til hliðar stutt á Viktor Örn Margeirsson sem gáði ekki að sér og Joey Gibbs hirti af honum boltann og renndi í markið.

„Stundum gerast hlutir sem eru óheppilegir og þetta var einn af þeim. Þetta getur gerst og er hluti af okkar sjálfsmynd, að spila út frá marki og reyna að spila okkur í gegnum pressu andstæðinganna. En við erum ekki vélmenni og stundum gera menn mistök. Við erum allir í þessu saman, ég hef tekið þessi mörk á mig og geri það áfram. Fyrir hver mistök sem við gerum svona fáum við 10-20-30 sóknir þar sem við sundurspilum pressu hjá öflugum liðum."

Breiðablik gerði 1 - 1 jafntefli í Evrópuleik gegn Austria Vín í síðustu viku og mætir þeim aftur næsta fimmtudag. Var hugurinn kominn á þann leik?

„Nei, ég upplifði það ekki. Mér fannst einbeiting leikmanna með ágætum og auðvitað hefði verið auðvelt að hætta bara og setja hausinn undir hendina og fara í hlutlausan gír þegar hlutirnir gengu ekki upp. En við héldum áfram og héldum áfram og reyndum og reyndum. Það hefur ekkert með að gera hvaða leikur var síðasta fimmtudag og hvaða leikur er næsta fimmtudag."

Nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner