De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   sun 25. júlí 2021 21:47
Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn: Erum ekki vélmenni og menn gera mistök
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við fá nógu mikið af færum til að skora nógu mikið af mörkum til að vinna þennan leik," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir 2 - 0 tap gegn Keflavík suður með sjó í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  0 Breiðablik

„Þetta var einn af þessum dögum þar sem boltinn vill ekki inn og þannig er það stundum í fótbolta," sagði hann en mikill vindur stóð á annað markið og Breiðablik valdi eftir að hafa unnið hlutkesti að sækja á það.

„Við kusum það og það hefði verið þægilegt að nýta einhver af þessum færum sem við fengum í fyrri hálfleik, en okkur gekk alveg jafn vel að skapa færi á móti vindi og mér fannst það ekki skipta neinu máli."

Keflavík skoraði fyrra markið sitt undir lok fyrri hálfleiks eftir mistök í vörn Breiðabliks. Anton Ari gaf þá til hliðar stutt á Viktor Örn Margeirsson sem gáði ekki að sér og Joey Gibbs hirti af honum boltann og renndi í markið.

„Stundum gerast hlutir sem eru óheppilegir og þetta var einn af þeim. Þetta getur gerst og er hluti af okkar sjálfsmynd, að spila út frá marki og reyna að spila okkur í gegnum pressu andstæðinganna. En við erum ekki vélmenni og stundum gera menn mistök. Við erum allir í þessu saman, ég hef tekið þessi mörk á mig og geri það áfram. Fyrir hver mistök sem við gerum svona fáum við 10-20-30 sóknir þar sem við sundurspilum pressu hjá öflugum liðum."

Breiðablik gerði 1 - 1 jafntefli í Evrópuleik gegn Austria Vín í síðustu viku og mætir þeim aftur næsta fimmtudag. Var hugurinn kominn á þann leik?

„Nei, ég upplifði það ekki. Mér fannst einbeiting leikmanna með ágætum og auðvitað hefði verið auðvelt að hætta bara og setja hausinn undir hendina og fara í hlutlausan gír þegar hlutirnir gengu ekki upp. En við héldum áfram og héldum áfram og reyndum og reyndum. Það hefur ekkert með að gera hvaða leikur var síðasta fimmtudag og hvaða leikur er næsta fimmtudag."

Nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner