Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   sun 25. ágúst 2019 20:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Sex marka jafntefli hjá Roma - Nýliðar Brescia unnu
Alfredo Donnarumma fagnar marki sínu.
Alfredo Donnarumma fagnar marki sínu.
Mynd: Getty Images
Kolarov skoraði beint úr aukaspyrnu.
Kolarov skoraði beint úr aukaspyrnu.
Mynd: Getty Images
Atalanta kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir.
Atalanta kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir.
Mynd: Getty Images
Lazio vann 3-0.
Lazio vann 3-0.
Mynd: Getty Images
Það fóru fram leikir í 1. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. AC Milan tapaði gegn Udinese í leik sem hófst klukkan 16:00, en klukkan 18:45 fóru af stað sex leikir.

Nýliðar Brescia byrja þetta tímabil á sigri. Alfredo Donnarumma, sem hefur verið marksækinn í B-deildinni síðustu ár, skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri á Cagliari á útivelli. Markið skoraði Donnarumma af vítapunktinum.

Mario Balotelli lék ekki með Brescia í kvöld þar sem hann er í banni. Radja Nainggolan lék allan leikinn á miðjunni hjá Cagliari.

Roma komst þrisvar yfir gegn Genoa, en það var ekki nóg. Leikurinn á Ólympíuvellinum endaði með 3-3 jafntefli. Mikið fjör þar. Aleksandar Kolarov skoraði þriðja mark Roma beint úr aukaspyrnu.

Nágrannar Roma í Lazio byrja tímabilið betur. Lazio, sem er ríkjandi bikarmeistari, vann 3-0 útisigur á Sampdoria. Ciro Immobile skoraði tvennu fyrir Lazio.

Hellas Verona og Bologna skildu jöfn, þrátt fyrir Hellas Verona hafi verið manni færri frá 13. mínútu. Atalanta kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir gegn Spal. Luis Muriel gerði tvennu fyrir Atalanta, og þá vann Torino 2-1 sigur á Sassuolo. Simone Zaza gerði bæði mörk Torino.

Cagliari 0 - 1 Brescia
0-1 Alfredo Donnarumma ('54 , víti)

Verona 1 - 1 Bologna
0-1 Nicola Sansone ('15 , víti)
1-1 Miguel Veloso ('37 )
Rautt spjald:Pawel Dawidowicz, Verona ('13)

Roma 3 - 3 Genoa
1-0 Cengiz Under ('6 )
1-1 Andrea Pinamonti ('16 )
2-1 Edin Dzeko ('30 )
2-2 Domenico Criscito ('43 , víti)
3-2 Aleksandar Kolarov ('49 )
3-3 Cristian Kouame ('70 )

Sampdoria 0 - 3 Lazio
0-1 Ciro Immobile ('37 )
0-2 Joaquin Correa ('56 )
0-3 Ciro Immobile ('62 )

Spal 2 - 3 Atalanta
1-0 Federico Di Francesco ('6 )
2-0 Andrea Petagna ('27 )
2-1 Robin Gosens ('34 )
2-2 Luis Muriel ('71 )
2-3 Luis Muriel ('76 )

Torino 2 - 1 Sassuolo
1-0 Simone Zaza ('14 )
2-0 Simone Zaza ('55 )
2-1 Francesco Caputo ('69 )

Sjá einnig:
Ítalía: AC Milan tapaði fyrsta leik
Athugasemdir
banner
banner
banner