Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   sun 25. ágúst 2019 17:43
Arnar Laufdal Arnarsson
Jóhannes Karl: Katrín gerir aðra leikmenn betri
Kvenaboltinn
Kalli ásamt teymi sínu á Laugardalsvelli
Kalli ásamt teymi sínu á Laugardalsvelli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katrín í bikarúrslitaleiknum gegn Selfoss
Katrín í bikarúrslitaleiknum gegn Selfoss
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Sigursteinsson var gríðarlega sáttur eftir sterkan iðnaðarsigur í dag gegn Keflavík í rosalega erfiðum aðstæðum. KR konur komust yfir í leiknum með marki frá Grace Maher en Keflavík jafnaði leikinn eftir rúman hálftíma en í seinni hálfleik skoraði Katrín Ómars eftir víti sem skildi liðin að og sigur KR staðreynd.

Jóhannes Karl var brattur eftir góðan sigur "Ég er mjög sáttur, við þurftum að hafa gríðarlega mikið fyrir þessu og við mættum öflugu Keflavíkurliði í aðstæðum sem var erfitt að spila einhvern alvöru fótbolta, og þetta snérist um að gefast ekki upp og taka þetta á hugarfarinu og mér fannst það vera nákvæmlega það sem við gerðum, við vorum að sækja og skapa okkur færi og það endar með því að við fáum víti sem við skorum úr"

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 KR

Fyrrverandi landsliðskonan og fyrrverandi leikmaður Liverpool Katrín Ómars sýndi svo sannarlega reynslu sína og gæðin sín í dag og var yfirburðarleikmaður í dag, mark og stoðsending í dag sem skilur liðin að.

"Hún er feykilega mikilvæg fyrir okkur og gefur okkur miklu meira en það sem sést á vellinum og það er sterkt að hafa leiðtoga og reynslubolta sem getur miðlað til annara leikmanna og hún gerir aðra leikmenn í kringum sig betri" Sagði Jóhannes um lykilmanninn Katrínu Ómarsdóttur.

KR-ingar sitja í 6. sæti Pepsi-Max deildarinnar 6 stigum frá fallsæti og eiga þær næst Þór/KA á Meistaravöllum þann 8. september.
Athugasemdir
banner
banner
banner