Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   sun 25. ágúst 2019 17:43
Arnar Laufdal Arnarsson
Jóhannes Karl: Katrín gerir aðra leikmenn betri
Kvenaboltinn
Kalli ásamt teymi sínu á Laugardalsvelli
Kalli ásamt teymi sínu á Laugardalsvelli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katrín í bikarúrslitaleiknum gegn Selfoss
Katrín í bikarúrslitaleiknum gegn Selfoss
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Sigursteinsson var gríðarlega sáttur eftir sterkan iðnaðarsigur í dag gegn Keflavík í rosalega erfiðum aðstæðum. KR konur komust yfir í leiknum með marki frá Grace Maher en Keflavík jafnaði leikinn eftir rúman hálftíma en í seinni hálfleik skoraði Katrín Ómars eftir víti sem skildi liðin að og sigur KR staðreynd.

Jóhannes Karl var brattur eftir góðan sigur "Ég er mjög sáttur, við þurftum að hafa gríðarlega mikið fyrir þessu og við mættum öflugu Keflavíkurliði í aðstæðum sem var erfitt að spila einhvern alvöru fótbolta, og þetta snérist um að gefast ekki upp og taka þetta á hugarfarinu og mér fannst það vera nákvæmlega það sem við gerðum, við vorum að sækja og skapa okkur færi og það endar með því að við fáum víti sem við skorum úr"

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 KR

Fyrrverandi landsliðskonan og fyrrverandi leikmaður Liverpool Katrín Ómars sýndi svo sannarlega reynslu sína og gæðin sín í dag og var yfirburðarleikmaður í dag, mark og stoðsending í dag sem skilur liðin að.

"Hún er feykilega mikilvæg fyrir okkur og gefur okkur miklu meira en það sem sést á vellinum og það er sterkt að hafa leiðtoga og reynslubolta sem getur miðlað til annara leikmanna og hún gerir aðra leikmenn í kringum sig betri" Sagði Jóhannes um lykilmanninn Katrínu Ómarsdóttur.

KR-ingar sitja í 6. sæti Pepsi-Max deildarinnar 6 stigum frá fallsæti og eiga þær næst Þór/KA á Meistaravöllum þann 8. september.
Athugasemdir
banner
banner