Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 25. ágúst 2019 17:43
Arnar Laufdal Arnarsson
Jóhannes Karl: Katrín gerir aðra leikmenn betri
Kvenaboltinn
Kalli ásamt teymi sínu á Laugardalsvelli
Kalli ásamt teymi sínu á Laugardalsvelli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katrín í bikarúrslitaleiknum gegn Selfoss
Katrín í bikarúrslitaleiknum gegn Selfoss
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Sigursteinsson var gríðarlega sáttur eftir sterkan iðnaðarsigur í dag gegn Keflavík í rosalega erfiðum aðstæðum. KR konur komust yfir í leiknum með marki frá Grace Maher en Keflavík jafnaði leikinn eftir rúman hálftíma en í seinni hálfleik skoraði Katrín Ómars eftir víti sem skildi liðin að og sigur KR staðreynd.

Jóhannes Karl var brattur eftir góðan sigur "Ég er mjög sáttur, við þurftum að hafa gríðarlega mikið fyrir þessu og við mættum öflugu Keflavíkurliði í aðstæðum sem var erfitt að spila einhvern alvöru fótbolta, og þetta snérist um að gefast ekki upp og taka þetta á hugarfarinu og mér fannst það vera nákvæmlega það sem við gerðum, við vorum að sækja og skapa okkur færi og það endar með því að við fáum víti sem við skorum úr"

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 KR

Fyrrverandi landsliðskonan og fyrrverandi leikmaður Liverpool Katrín Ómars sýndi svo sannarlega reynslu sína og gæðin sín í dag og var yfirburðarleikmaður í dag, mark og stoðsending í dag sem skilur liðin að.

"Hún er feykilega mikilvæg fyrir okkur og gefur okkur miklu meira en það sem sést á vellinum og það er sterkt að hafa leiðtoga og reynslubolta sem getur miðlað til annara leikmanna og hún gerir aðra leikmenn í kringum sig betri" Sagði Jóhannes um lykilmanninn Katrínu Ómarsdóttur.

KR-ingar sitja í 6. sæti Pepsi-Max deildarinnar 6 stigum frá fallsæti og eiga þær næst Þór/KA á Meistaravöllum þann 8. september.
Athugasemdir
banner