Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
   sun 25. ágúst 2019 17:43
Arnar Laufdal Arnarsson
Jóhannes Karl: Katrín gerir aðra leikmenn betri
Kvenaboltinn
Kalli ásamt teymi sínu á Laugardalsvelli
Kalli ásamt teymi sínu á Laugardalsvelli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katrín í bikarúrslitaleiknum gegn Selfoss
Katrín í bikarúrslitaleiknum gegn Selfoss
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Sigursteinsson var gríðarlega sáttur eftir sterkan iðnaðarsigur í dag gegn Keflavík í rosalega erfiðum aðstæðum. KR konur komust yfir í leiknum með marki frá Grace Maher en Keflavík jafnaði leikinn eftir rúman hálftíma en í seinni hálfleik skoraði Katrín Ómars eftir víti sem skildi liðin að og sigur KR staðreynd.

Jóhannes Karl var brattur eftir góðan sigur "Ég er mjög sáttur, við þurftum að hafa gríðarlega mikið fyrir þessu og við mættum öflugu Keflavíkurliði í aðstæðum sem var erfitt að spila einhvern alvöru fótbolta, og þetta snérist um að gefast ekki upp og taka þetta á hugarfarinu og mér fannst það vera nákvæmlega það sem við gerðum, við vorum að sækja og skapa okkur færi og það endar með því að við fáum víti sem við skorum úr"

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 KR

Fyrrverandi landsliðskonan og fyrrverandi leikmaður Liverpool Katrín Ómars sýndi svo sannarlega reynslu sína og gæðin sín í dag og var yfirburðarleikmaður í dag, mark og stoðsending í dag sem skilur liðin að.

"Hún er feykilega mikilvæg fyrir okkur og gefur okkur miklu meira en það sem sést á vellinum og það er sterkt að hafa leiðtoga og reynslubolta sem getur miðlað til annara leikmanna og hún gerir aðra leikmenn í kringum sig betri" Sagði Jóhannes um lykilmanninn Katrínu Ómarsdóttur.

KR-ingar sitja í 6. sæti Pepsi-Max deildarinnar 6 stigum frá fallsæti og eiga þær næst Þór/KA á Meistaravöllum þann 8. september.
Athugasemdir
banner