29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   sun 25. ágúst 2019 17:43
Arnar Laufdal Arnarsson
Jóhannes Karl: Katrín gerir aðra leikmenn betri
Kvenaboltinn
Kalli ásamt teymi sínu á Laugardalsvelli
Kalli ásamt teymi sínu á Laugardalsvelli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katrín í bikarúrslitaleiknum gegn Selfoss
Katrín í bikarúrslitaleiknum gegn Selfoss
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Sigursteinsson var gríðarlega sáttur eftir sterkan iðnaðarsigur í dag gegn Keflavík í rosalega erfiðum aðstæðum. KR konur komust yfir í leiknum með marki frá Grace Maher en Keflavík jafnaði leikinn eftir rúman hálftíma en í seinni hálfleik skoraði Katrín Ómars eftir víti sem skildi liðin að og sigur KR staðreynd.

Jóhannes Karl var brattur eftir góðan sigur "Ég er mjög sáttur, við þurftum að hafa gríðarlega mikið fyrir þessu og við mættum öflugu Keflavíkurliði í aðstæðum sem var erfitt að spila einhvern alvöru fótbolta, og þetta snérist um að gefast ekki upp og taka þetta á hugarfarinu og mér fannst það vera nákvæmlega það sem við gerðum, við vorum að sækja og skapa okkur færi og það endar með því að við fáum víti sem við skorum úr"

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 KR

Fyrrverandi landsliðskonan og fyrrverandi leikmaður Liverpool Katrín Ómars sýndi svo sannarlega reynslu sína og gæðin sín í dag og var yfirburðarleikmaður í dag, mark og stoðsending í dag sem skilur liðin að.

"Hún er feykilega mikilvæg fyrir okkur og gefur okkur miklu meira en það sem sést á vellinum og það er sterkt að hafa leiðtoga og reynslubolta sem getur miðlað til annara leikmanna og hún gerir aðra leikmenn í kringum sig betri" Sagði Jóhannes um lykilmanninn Katrínu Ómarsdóttur.

KR-ingar sitja í 6. sæti Pepsi-Max deildarinnar 6 stigum frá fallsæti og eiga þær næst Þór/KA á Meistaravöllum þann 8. september.
Athugasemdir
banner