Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 25. ágúst 2021 16:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hólmar gefur ekki lengur kost á sér - „Skil hans stöðu mjög vel"
Icelandair
Hólmar Örn Eyjólfsson
Hólmar Örn Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik á móti FH með Rosenborg.
Í leik á móti FH með Rosenborg.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Hólmar Örn Eyjólfsson hefur ákveðið að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska landsliðið. Frá þessu greindi Arnar Þór Viðarsson, þjálfari landsliðsins, í viðtali við Fótbolta.net í dag.

„Við berum virðingu fyrir því. Hann vill einbeita sér að sínu félagsliði og sinni fjölskyldu," sagði Arnar. Viðtalið við Arnar má sjá hér neðst í fréttinni.

„Ég skil hans stöðu mjög vel. Ég var í svipaðri stöðu þegar ég var að spila. Hólmar er búinn að vera í þessu í mörg mörg ár, oftar en ekki verið varamaður og það tekur líka á."

„Þegar menn eldast þurfa menn aðeins meiri hvíld til að geta sinnt sinni vinnu með sínu félagsliði. Það er þar sem menn fá borgað og svo er annar mikilvægt í þessu lífi; það er fjölskyldan og það eru börnin - það er meira að segja mikilvægara en fótboltinn þó við gleymum því stundum,"
sagði Arnar.

Hólmar var síðast valinn í landsleikina í marsmánuði en lék ekki mínútu í því verkefni. Hans síðasti landsleikur var gegn Englandi á Wembley í Þjóðadeildinni. Sá leikur fór fram í nóvember á síðasta ári.

Hólmar er 31 árs gamall varnarmaður sem á að baki nítján A-landsleiki og skoraði í þeim tvö mörk. Hann er í dag á mála hjá Rosenborg en hann samdi við norska félagið síðasta haust. Á sínum ferli hefur Hólmar verið á mála hjá West Ham og leikið með Cheltenham, Roeselare, Bochum, Maccabi Haifa og Levski Sofia á sínum ferli. Á Íslandi spilaði Hólmar með HK áður en West Ham fékk hann í sínar raðir.

Hann er í dag í annað sinn hjá Rosenborg á ferlinum því á árunum 2014-2017 var hann einnig á mála hjá norska stórliðinu.
Kafað dýpra í landsliðsvalið með þjálfaranum
Athugasemdir
banner
banner