Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 25. ágúst 2021 16:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nítján ára nýliðarnir: Á lista yfir þá efnilegustu og áhugi frá Juventus
Icelandair
Andri Fannar og Mikael Egill eru í landsliðshópnum.
Andri Fannar og Mikael Egill eru í landsliðshópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Getty Images
Frá blaðamannafundinum í dag.
Frá blaðamannafundinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru tveir nýliðar í íslenska landsliðshópnum sem var valinn í dag.

Hópurinn sem var valinn tekur þátt í þremur leikjum í undankeppni HM snemma í september. Leikirnir eru gegn Norður-Makedóníu, Rúmeníu og Þýskalandi.

Nýliðarnir eru Andri Lucas Guðjohnsen og Mikael Egill Ellertsson. Þeir eru báðir 19 ára gamlir.

Hérna eru nokkrar staðreyndir um þessa leikmenn:

Andri Lucas Guðjohnsen:
Staða: Sóknarmaður
Félag: Castilla (varalið Real Madrid) á Spáni
Fyrri félög: HK, Barcelona, Gava og Espanyol
Yngri landsleikir: 33 leikir og 14 mörk

Andri Lucas var í unglingaliðum Barcelona en fór svo í Espanyol. Hann gat árið 2018 valið á milli Barcelona og Real Madrid. Hann valdi Real Madrid þar sem hann er núna kominn í varaliðið. Bróðir hans, Daníel Tristan, er einnig á mála hjá Real Madrid. Sveinn Aron, eldri bróðir hans, spilar með Elfsborg í Svíþjóð og faðir hans er auðvitað Eiður Smári, aðstoðarþjálfari landsliðsins og einn besti fótboltamaður í sögu þjóðarinnar.

Andri var á lista yfir efnilegustu leikmenn í heimi 2019 en hann lenti í erfiðum meiðslum í fyrra og hefur verið að stíga upp úr þeim síðustu vikur og mánuði.

„Andri Lucas er einn af okkar efnilegustu leikmönnum. Hann er byrjaður að spila með varaliði Real Madrid sem spilar í deildarkeppni á Spáni. Það er alvöru fullorðinsfótbolti. Hann meiddist fyrir ári síðan en er búinn að taka heilt undirbúningstímabil með Real Madrid, búinn að spila mikið á undirbúningstímabilinu," sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, á blaðamannafundi í dag.

Sjá einnig:
„Þá væru Daníel Tristan í hóp og Ólöf Talía í hægri bakverði"

Mikael Egill Ellertsson:
Staða: Miðjumaður og kantmaður
Félag: Spal á Ítalíu
Fyrri félög: Fram
Yngri landsleikir: 26 leikir og þrjú mörk

Mikael Egill spilaði með Fram í næst efstu deild 2018 og kom þá við sögu í átta leikjum. Hann vakti fljótt áhuga erlendra félagsliða og fór meðal annars á reynslu til Benfica áður en hann samdi við Spal á Ítalíu fyrir þremur árum. Hann hefur staðið sig gífurlega vel með ungalingaliðum Spal og var hann orðaður við Juventus í fyrra.

Mikael er búinn að koma sér í aðalliðið hjá Spal sem er mjög eftirtektarvert. Sagan segir að Spezia, sem er í ítölsku úrvalsdeildinni, ætli að kaupa hann fyrir 1 milljón evra.

Leikmenn sem eiga klárlega framtíðina fyrir sér og verður gaman að sjá í A-landsliðinu.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Mikael Ellertsson (Spal)
Athugasemdir
banner
banner