Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   fös 20. ágúst 2021 15:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spezia sagt borga eina milljón evra fyrir Mikael Egil
Mynd: SPAL
Björn Már Ólafsson er farinn af stað með hlaðvarpsþáttinn Ítalski boltinn hér á Fótbolta.net. Tímabilið á Ítalíu er að hefjast og í morgun var gefinn út sérstakur upphitunarþáttur fyrir tímabilið. Björn fór yfir Serie A og stöðu Íslendinganna á Ítalíu, þeir eru fjölmargir.

Mikael Egill Ellertsson er einn þeirra en hann er á mála hjá SPAL sem spilar í B-deildinni. Hann er nítján ára miðjumaður sem hefur spilað 26 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim þrjú mörk. Hann er uppalinn hjá Fram en gekk í raðir SPAL árið 2018.

„Mikael er búinn að vera frábær með unglingaliðum SPAL síðustu ár. Hann er leiftursnöggur kantmaður og hefur hann núna verið sterklega orðaður við Spezia," segir Björn Már í þættinum.

„Samkvæmt mínum heimildum er hann í viðræðum við Spezia sem vill kaupa hann. Hann yrði svo lánaður til baka í SPAL. Hann mun því, alveg sama hvað gerist, spila með SPAL á þessu tímabili."

Björn Már býst við því að SPAL verði í baráttunni um að komast upp úr B-deildinni en Spezia er í Serie A.

„Vonandi að Mikael fái stórt hlutverk hjá SPAL, hann var í síðustu viku að spila sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið þegar hann kom inn á í bikarleik. Þetta lítur vel út hjá honum og spennandi ef Spezia vill borga fyrir hann. Samkvæmt einni frétt sem ég sá þá var hann talinn kosta eina milljón evra sem er þónokkur upphæð fyrir ungan leikmann," sagði Björn Már.

Sjá einnig:
Spezia að kaupa Mikael Egil
Íslenska byltingin á Ítalíu: Getur reynst íslenskum fótbolta vel
Ítalski boltinn - Þar sem Íslendingum finnst skemmtilegast að spila
Athugasemdir
banner
banner