Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 25. ágúst 2021 14:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þá væru Daníel Tristan í hóp og Ólöf Talía í hægri bakverði"
Icelandair
Þjálfararnir á fundinum.
Þjálfararnir á fundinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Getty Images
Andri Lucas Guðjohnsen var í dag valinn í íslenska A-landsliðið í fyrsta sinn. Andri er samningsbundinn Real Madrid og leikur með varaliði félagsins. Andri er nítján ára sóknarmaður og er sonur Eiðs Smára Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfara.

„Andri Lucas er einn af okkar efnilegustu leikmönnum. Hann er byrjaður að spila með varaliði Real Madrid sem spilar í deildarkeppni á Spáni. Það er alvöru fullorðinsfótbolti. Hann meiddist fyrir ári síðan en er búinn að taka heilt undirbúningstímabil með Real Madrid, búinn að spila mikið á undirbúningstímabilinu," sagði Arnar Þór Viðarsson.

„Hann líkt og fleiri ungir eru að stíga sín skref og hann er á mjög góðum stað á sínum ferli. Við teljum að akkúrat þarna komi unga orkan, ferskleikinn inn og hjálpi reynslunni sem er í liðinu."

Hefði líka valið Daníel Tristan og dóttur sína
Hvað getur Andri Lucas gefið hópnum?

„Það er ekkert auðvelt fyrir mig verandi pabbi hans að vera kommenta mikið á það," sagði Eiður Smári.

„Andri Lucas er mjög sterkur í nánast öllum hlutum, hann er sterkur, mikill markaskorari, góður að tengja spilið og staðsetningar mjög góðar. Hann er mjög complete sem framherji. Við ræddum málin varðandi þetta val en á endanum er ég bara að aðstoða Arnar. Ég stend með honum þegar kemur að valinu. Sama sagan með Svein Aron þegar hann kom inn í hópinn, þá hálfpartinn stíg ég til hiðar. Arnar þarf að taka þessar ákvarðanir."

„Ef ég hefði fengið að velja hefði Daníel Tristan líka verið í hóp og Ólöf Talía, dóttir mín í hægri bakverði. Við ákváðum það þegar við tókum við að þegar það kemur að drengjunum mínum þá verð ég að ýta því til hliðar. Ég verð sem þjálfari að taka á móti þeim og er bara þjálfarinn þeirra."

„Voru ekki allir Guðjónssynir í hópnum á sínum tíma undir stjórn Guðjóns?"
sagði Eiður.
Athugasemdir
banner
banner
banner