Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
banner
   mán 25. ágúst 2025 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkasta lið 14. umferðar - Tvöfalt í ár?
Bikarmeistarar Breiðabliks eru með þægilegt forskot á toppi deildarinnar.
Bikarmeistarar Breiðabliks eru með þægilegt forskot á toppi deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Jordyn Rhodes er í liði umferðarinnar í annað sinn í röð.
Jordyn Rhodes er í liði umferðarinnar í annað sinn í röð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra María er í fyrsta sinn í dágóðan tíma í liði umferðarinnar.
Sandra María er í fyrsta sinn í dágóðan tíma í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjórtánda umferð Bestu deildar kvenna kláraðist á dögunum en Breiðablik styrkti stöðu sína á toppi deildarinnar þar sem FH og Þróttur misstigu sig bæði. Á þessum tímapunkti er erfitt að sjá annað en að Blikar vinni tvöfalt í ár.

Breiðablik vann þægilegan 5-0 sigur gegn Tindastóli í þessari umferð þar sem Agla María Albertsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir héldu uppteknum hætti.



Valur, sem hefur valdið vonbrigðum í sumar, vann sterkan sigur á Þrótti sem fjarlægist titilbaráttuna. Jordyn Rhodes er mætt til leiks eftir afar hæga byrjun og Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir var einnig öflug þar. Matthías Guðmundsson er þjálfari umferðarinnar en Valsliðið hefur spilað betur að undanförnu.

Þá opnaði Víkingur fallbaráttuna upp á gátt með sigri gegn Fram, 2-5. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir var maður leiksins en Bergdís Sveinsdóttir og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir léku einnig mjög vel.

Sandra María Jessen er í liði umferðarinnar í fyrsta sinn í dágóðan tíma og það sama á við um liðsfélaga hennar Huldu Ósk Jónsdóttir.

Þá spilaði Bridgette Skiba, nýr markvörður Stjörnunnar, vel gegn FH og Arna Eiríksdóttir var öflug í vörninni hjá FH í þeim leik sem endaði með jafntefli.

Fyrri lið umferðarinnar
Athugasemdir
banner