Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
   mán 25. ágúst 2025 09:30
Elvar Geir Magnússon
Tottenham ætlar að styrkja sig - Ensk stórlið vilja Rodrygo
Powerade
Savinho er sagður vilja fara til Tottenham.
Savinho er sagður vilja fara til Tottenham.
Mynd: EPA
Rodrygo í leik með Real Madrid.
Rodrygo í leik með Real Madrid.
Mynd: EPA
Það er mikið í gangi í boltanum eins og venjulega. Félagaskiptaglugginn verður opinn í viku í viðbót og hér er hin daglega samantekt á öllu helsta slúðrinu.

Tottenham vill fá Brasilíumanninn Savinho (21) frá Manchester City og argentínska miðjumanninn Nico Paz (20) frá Como. Tottenham er reiðubúið að borga 60,7 milljónir punda fyrir Savinho, sem sjálfur vill færa sig til Lundúna. (Independent/Talksport)

Tottenham hefur gert endurbætt tilboð upp á 43 milljónir punda í Paz, en ítalska félagið Como vill fá nær 60 milljónir punda fyrir miðjumanninn. (Sky Sports Italia)

Manchester City, Arsenal og Liverpool fylgjast með Brasilíumanninum Rodrygo (24) hjá Real Madrid, en spænska félagið hefur enn ekki fengið tilboð í vængmanninn. (Marca)

Lucas Paqueta (27), brasilískur leikmaður West Ham, vekur áhuga Tottenham og Aston Villa. (Daily Mail)

Mónakó er tilbúið að samþykkja tilboð upp á 47,5 milljónir punda í franska sóknarmiðjumanninn Maghnes Akliouche (23) en Tottenham er með hann á óskalista sínum. (Football Insider)

Gianluigi Donnarumma (26), markvörður París Saint-Germain, hefur gert munnlegt samkomulag við Manchester City um kaup og kjör. Pep Guardiola og félagið vinna að því að landa Ítalanum. (Fabrizio Romano)

Newcastle undirbýr sig fyrir annað tilboð frá Liverpool í sænska framherjann Alexander Isak (25), sem gæti borist eftir að liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. (The I Paper)

Senne Lammens (23), belgískur markvörður Royal Antwerpen, lék ekki með liðnu í gær vegna 17 milljóna punda tilboðs Manchester United. (Guardian)

Staða Graham Potter, stjóra West Ham, er enn ekki í hættu en ljóst er að úrslit liðsins þurfa að verða betri. (Mirror)

Chelsea mun halda áfram að reyna að fá Alejandro Garnacho (21) frá Manchester United og Xavi Simons (22) frá RB Leipzig, ef félagið nær að losa sig við leikmenn sem eru ekki í myndinni. (Sky Sports)

Leeds er í viðræðum um að lána belgíska vængmanninn Largie Ramazani (24) til Valencia. (Athletic)

Arsenal hefur samið um að fá írska miðjumanninn Victor Ozhianvuna (16) frá Shamrock Rovers. (Daily Mail)
Athugasemdir
banner