banner
   lau 25. september 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Luis Diaz til Barcelona næsta sumar?
Luis Diaz
Luis Diaz
Mynd: EPA
Spænska félagið Barcelona ætlar að reyna við Luis Diaz, leikmann Porto, næsta sumar, en það er El Nacional sem greinir frá.

Diaz er 24 ára gamall kantmaður en hann hefur gert 5 mörk í 7 deildarleikjum með Porto á þessari leiktíð.

Hann heillaði með kólumbíska landsliðinu á Copa America í sumar en samkvæmt spænska miðlinum El Nacional þá hefur Barcelona mikinn áhuga á honum.

Barcelona telur að Porto samþykki 30 milljón evra tilboð og er hann sjálfur ólmur í að spila á Nou Camp.

Það verður þó að bíða og sjá hvað gerist en Barcelona hefur gengið illa að rétta við skútuna þegar það kemur að rekstri. Félagið missti Lionel Messi frá sér til Paris Saint-Germain og neyddist til að biðja reynda leikmenn að taka á sig launalækkanir til að skrá nýja leikmenn í hópinn fyrir leiktíðina.
Athugasemdir
banner