Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   sun 25. september 2022 17:11
Kjartan Leifur Sigurðsson
Nik: Planið er að halda áfram
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain
Nik Chamberlain
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög ánægður með það að halda hreinu. Það var mikilvægast. Við vörðumst mjög vel og ég er bara ánægður að komast aftur á sigurbraut." Segir Nik Chamberlain þjálfari Þróttar í Bestu deild kvenna eftir 5-0 sigur á KR í dag.

"Í seinni hálfleik tókum við fótinn af bensíngjöfinni og þetta hefur gerst ítrekað í sumar að eftir góðan fyrri hálfleik þá hallar undan fæti í seinni hálfleik af eitthverri ástæðu"

Eftir leik dagsins þá er Þróttur í 4. sæti deildarinnar þegar ein umferð er eftir af tímabilinu.

„Ef við sækjum stig í næsta leik þá erum við með sama stigafjölda og í fyrra. Í heildina er ég ánægður. Undanfarinn ár höfum við þurft að eiga góðan seinni helming til að þurfa ekki að líta um öxl en í ár vorum við aldrei í neinni fallhættu. Gott fyrir unga leikmenn að fá mínútur í dag. Stelpur fæddar 2007 og 2008 spiluðu í dag og sú sem er fædd 2007 skoraði mark."

Nik Chamberlain hefur gert flotta hluti með liðið seinustu ár en hann tók við liðinu þegar það var í Lengjudeildinni.

„Planið er að halda áfram hér. Bæði ég og félagið þurfum að breyta nokkrum hlutum í vetur. Við þurfum bara að sækja leikmenn sem geta komið okkur á næsta skref"

Seinasta leikur liðsins er útileikur gegn Breiðabliki.

„Ég er spenntur fyrir leiknum. Seinustu ár höfum við tapað mjög stórt í Kópavogi. Ég vil fara þarna núna og sýna mun betri frammistöðu og sanna fyrir okkur að við getum keppt við bestu liðin í deildinni."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner