Douglas Luiz gæti snúð aftur til Englands - Liverpool hefur áhuga á leikmanni Lyon - Nmecha til Man Utd?
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
Arnar Gunnlaugs: Himinn og jörð eru ekki að farast
Hákon Rafn: Bæði skotin fara í gegnum klofið á varnarmanni
Logi: Fannst þetta vera brot og þess vegna hleyp ég að honum
Orri Sigurður: Erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur
Segir leikinn hafa farið í rugl: „Skilst að hann hafi bara kýlt hann í andlitið"
Túfa segist ekki vera að leita að markverði: „Þarf ekki að spá hvort dómurinn var réttur eða rangur"
Ferðast með bát í heimaleikina - „Tilbúinn að spila allsstaðar"
Þórir Jóhann: Var súrt að þurfa að sitja heima
Hungur og HM draumar í Aroni Einari - „Góður vinur minn Aron Pálmars talaði um það sama“
   sun 25. september 2022 17:11
Kjartan Leifur Sigurðsson
Nik: Planið er að halda áfram
Nik Chamberlain
Nik Chamberlain
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög ánægður með það að halda hreinu. Það var mikilvægast. Við vörðumst mjög vel og ég er bara ánægður að komast aftur á sigurbraut." Segir Nik Chamberlain þjálfari Þróttar í Bestu deild kvenna eftir 5-0 sigur á KR í dag.

"Í seinni hálfleik tókum við fótinn af bensíngjöfinni og þetta hefur gerst ítrekað í sumar að eftir góðan fyrri hálfleik þá hallar undan fæti í seinni hálfleik af eitthverri ástæðu"

Eftir leik dagsins þá er Þróttur í 4. sæti deildarinnar þegar ein umferð er eftir af tímabilinu.

„Ef við sækjum stig í næsta leik þá erum við með sama stigafjölda og í fyrra. Í heildina er ég ánægður. Undanfarinn ár höfum við þurft að eiga góðan seinni helming til að þurfa ekki að líta um öxl en í ár vorum við aldrei í neinni fallhættu. Gott fyrir unga leikmenn að fá mínútur í dag. Stelpur fæddar 2007 og 2008 spiluðu í dag og sú sem er fædd 2007 skoraði mark."

Nik Chamberlain hefur gert flotta hluti með liðið seinustu ár en hann tók við liðinu þegar það var í Lengjudeildinni.

„Planið er að halda áfram hér. Bæði ég og félagið þurfum að breyta nokkrum hlutum í vetur. Við þurfum bara að sækja leikmenn sem geta komið okkur á næsta skref"

Seinasta leikur liðsins er útileikur gegn Breiðabliki.

„Ég er spenntur fyrir leiknum. Seinustu ár höfum við tapað mjög stórt í Kópavogi. Ég vil fara þarna núna og sýna mun betri frammistöðu og sanna fyrir okkur að við getum keppt við bestu liðin í deildinni."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner