Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Alls ekki leikur sem við eigum að tapa 3-1
Viktor Jóns um að tengja saman sigra: Búnir að bíða lengi eftir þessu
Damir: Við þurfum að taka gamla góða einn leik í einu núna
Láki: Heilt yfir bara jafn leikur ólíkra liða
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 25. september 2022 17:11
Kjartan Leifur Sigurðsson
Nik: Planið er að halda áfram
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain
Nik Chamberlain
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög ánægður með það að halda hreinu. Það var mikilvægast. Við vörðumst mjög vel og ég er bara ánægður að komast aftur á sigurbraut." Segir Nik Chamberlain þjálfari Þróttar í Bestu deild kvenna eftir 5-0 sigur á KR í dag.

"Í seinni hálfleik tókum við fótinn af bensíngjöfinni og þetta hefur gerst ítrekað í sumar að eftir góðan fyrri hálfleik þá hallar undan fæti í seinni hálfleik af eitthverri ástæðu"

Eftir leik dagsins þá er Þróttur í 4. sæti deildarinnar þegar ein umferð er eftir af tímabilinu.

„Ef við sækjum stig í næsta leik þá erum við með sama stigafjölda og í fyrra. Í heildina er ég ánægður. Undanfarinn ár höfum við þurft að eiga góðan seinni helming til að þurfa ekki að líta um öxl en í ár vorum við aldrei í neinni fallhættu. Gott fyrir unga leikmenn að fá mínútur í dag. Stelpur fæddar 2007 og 2008 spiluðu í dag og sú sem er fædd 2007 skoraði mark."

Nik Chamberlain hefur gert flotta hluti með liðið seinustu ár en hann tók við liðinu þegar það var í Lengjudeildinni.

„Planið er að halda áfram hér. Bæði ég og félagið þurfum að breyta nokkrum hlutum í vetur. Við þurfum bara að sækja leikmenn sem geta komið okkur á næsta skref"

Seinasta leikur liðsins er útileikur gegn Breiðabliki.

„Ég er spenntur fyrir leiknum. Seinustu ár höfum við tapað mjög stórt í Kópavogi. Ég vil fara þarna núna og sýna mun betri frammistöðu og sanna fyrir okkur að við getum keppt við bestu liðin í deildinni."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner