Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
   mán 25. september 2023 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mislintat farinn frá Ajax eftir ofbeldi gærdagsins (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Sven Mislintat var ráðinn inn til Ajax í sumar til að hjálpa til í leikmannamálum félagsins en hefur strax hrökklast úr starfi sem yfirmaður fótboltamála. Þetta staðfesti Ajax með yfirlýsingu í gærkvöldi.


Hann er brjálaður með gang mála hjá félaginu og er sagður hafa gengið berserksgang um æfingasvæði Ajax eftir vandræðalegt tap á heimavelli gegn Feyenoord um helgina.

De Telegraaf segir að Mislintat hafi heimtað afsögn Maurice Steijn, þjálfara Ajax, og að hann hafi hraunað yfir nokkra leikmenn félagsins, þar á meðal markvörðinn Jay Gorter.

Mislintat gerði garðinn frægan sem yfirmaður njósnateymis Borussia Dortmund og var svo fenginn yfir til Arsenal, en átti erfitt uppdráttar þar og var rekinn úr starfi einu og hálfu ári eftir að hafa verið ráðinn.

Hann hélt svo til Stuttgart og gerði frábæra hluti þar, hann var orðaður við Liverpool í fyrra en endaði á að taka við starfi hjá Ajax til að reyna að fylla í skarðið sem Marc Overmars skildi eftir.

Það heppnaðist ekki betur en svo að Ajax seldi lykilleikmennina sína og þeir sem urðu eftir og voru keyptir inn í staðinn hafa ekki verið að standast væntingar á upphafi tímabils.

Ajax er aðeins komið með fjögur stig eftir fimm umferðir á nýju tímabili í efstu deild í Hollandi og fór allt úr böndunum á heimaleik liðsins gegn Feyenoord um helgina.

Gestirnir frá Feyenoord komust í þriggja marka forystu og þurfti að binda endi á leikinn vegna óeirða stuðningsmanna Ajax. Óeirðalögregla mætti á svæðið og beitti táragasi til að ná stjórn á aðstæðum.

Leikmennirnir sem Mislintat fékk til Ajax í sumar:
Josip Sutalo - 20,5 milljónir evra
Georges Mikautadze - 16m
Carlos Forbs - 14m
Gastón Ávila - 12,5m
Chuba Akpom - 12,3m
Borna Sosa - 8m
Benjamin Tahirovic - 7,5m
Sivert Mannsverk - 6m 
Diant Ramaj - 5m
Anton Gaaei - 4,5m
Jakov Medic - 3m
Branco van den Boomen - Frítt

Sjá einnig:
Óeirðir í Amsterdam

Ajax Ultra's trying to break through the main entrance of the stadium after the game against Feyenoord has been abandoned. (0-3, 55th minute)
byu/timdeking insoccer

Athugasemdir
banner
banner