Man Utd vill fá Phillips - Newcastle fær leikmenn frá Sádi-Arabíu
   mán 25. september 2023 17:52
Elvar Geir Magnússon
U23: Markalaust í Marokkó
watermark Aldís Guðlaugsdóttir hélt hreinu.
Aldís Guðlaugsdóttir hélt hreinu.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
U23 landslið kvenna gerði markalaust jafntefli gegn Marokkó í seinni vináttulandsleik liðanna sem fram fór í Rabat.

Fyrri hálfleikur var heldur jafn og stóð íslenska liðið sig vel þrátt fyrir mikinn hita, bæði lið sköpuðu sér nokkur færi en þó var markalaust í hálfleik.

Seinni hálfleikur var mjög svipaður og héldu bæði lið áfram að skiptast á sóknum, inn vildi þó boltinn ekki og voru því lokatölur í Rabat 0-0.

Fyrri leikur liðanna sem fram fór föstudaginn 22. september endaði með 2-3 sigri íslenska liðsins eftir dramatískar lokamínútur.
Mynd: KSÍ

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner