PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
   sun 25. október 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland í dag - Wolfsburg og Bremen eiga heimaleiki
Wolfsburg tekur á móti nýliðum Arminia Bielefeld í fyrsta leik dagsins í þýska boltanum en heimamenn í Wolfsburg eru búnir að gera fjögur jafntefli í fjórum fyrstu leikjum tímabilsins.

Liðin eru því jöfn með fjögur stig eftir fjórar umferðir en Wolfsburg endaði í sjöunda sæti í sumar og komst í Evrópudeildina. Félagið hefur þó farið illa af stað í haust og var slegið úr undankeppni Evrópudeildarinnar af AEK frá Aþenu.

Werder Bremen tekur svo á móti Hoffenheim í seinni leik dagsins. Heimamenn í Bremen eru með sjö stig, einu stigi meira heldur en Hoffenheim sem er að glíma við meiðslavandræði og er búið að tapa tveimur leikjum í röð.

Þýski boltinn er á Viaplay.

Leikir dagsins:
14:30 Wolfsburg - Arminia Bielefeld
17:00 Werder Bremen - Hoffenheim
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 13 12 1 0 49 9 +40 37
2 RB Leipzig 13 9 2 2 28 13 +15 29
3 Dortmund 13 7 5 1 21 11 +10 26
4 Hoffenheim 13 7 3 3 25 17 +8 24
5 Leverkusen 13 7 2 4 28 19 +9 23
6 Stuttgart 13 7 1 5 21 22 -1 22
7 Eintracht Frankfurt 13 6 3 4 28 29 -1 21
8 Köln 13 4 4 5 22 21 +1 16
9 Freiburg 13 4 4 5 20 22 -2 16
10 Gladbach 13 4 4 5 17 19 -2 16
11 Werder 13 4 4 5 18 24 -6 16
12 Union Berlin 13 4 3 6 16 22 -6 15
13 Hamburger 13 4 3 6 14 20 -6 15
14 Augsburg 13 4 1 8 17 27 -10 13
15 Wolfsburg 13 3 3 7 17 23 -6 12
16 Heidenheim 13 3 2 8 12 28 -16 11
17 St. Pauli 13 2 2 9 11 25 -14 8
18 Mainz 13 1 3 9 11 24 -13 6
Athugasemdir