Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mið 25. október 2023 23:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gent
Alltaf litið á sig sem aðalþjálfara - „Ákvað að vera ekki að rembast við það"
Ég hef vitað það mjög lengi að einn daginn langaði mig að verða aðalþjálfar
Ég hef vitað það mjög lengi að einn daginn langaði mig að verða aðalþjálfar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég held að það hafi hjálpað mér í teyminu að hafa fengið mikla rödd og stórt hlutverk. Ég er mjög þakklátur fyrir það.
Ég held að það hafi hjálpað mér í teyminu að hafa fengið mikla rödd og stórt hlutverk. Ég er mjög þakklátur fyrir það.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Árnason mun á morgun stýra sínum fyrsta keppnisleik sem aðalþjálfari í meistaraflokki síðan hann stýrði KV sumarið 2014. Hann stýrir Breiðabliki gegn Gent í 3. umferð riðlakeppninnar í Sambandsdeildinni.

Leikurinn hefst klukkan 16:45 að íslenskum tíma og verður í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

Dóri sat fyrir svörum í dag fyrir leikinn og var hann spurður út í þjálfarastarfið.

Hvenær vissir þú að þú yrðir aðalþjálfari Breiðabliks?

„Rétt fyrir Stjörnuleikinn, man ekki alveg dagsetninguna," sagði þjálfarinn.

Óskar Hrafn Þorvaldsson tilkynnti stjórn og aðstoðarmanni sínum, Halldóri, að hann hyggðist ætla hætta eftir riðlakeppnina. Stjórnin ákvað að hann skyldi hætta eftir lokaleik í Bestu og var Dóri ráðinn eftirmaður Óskars.

Kom þér á óvart það sem gerðist?

„Óskar var búinn að tilkynna mér líkt og stjórninni að hann ætlaði að stíga frá eftir tímabilið. Svo er það kannski smá á reyki á hvaða tímapunkti það væri, en fljótlega varð ljóst að það yrði með þessum hætti. Ég veit ekki hvort það kom mér á óvart. Ákvörðunin var tekin og þar við sat."

Hugsaðiru að eftir tímabilið 2023 yrði kominn tími á að verða aðalþjálfari?

„Ég hef í grunninn alltaf litið á mig sem aðalþjálfara. Svo allt í einu komu sex ár sem aðstoðarþjálfari sem er svolítið langur tími. Ég held að það hafi hjálpað mér í teyminu að hafa fengið mikla rödd og stórt hlutverk. Ég er mjög þakklátur fyrir það."

„Já, ég hef vitað það mjög lengi að einn daginn langaði mig að verða aðalþjálfari, en hvort það yrði akkúrat núna eða eftir ár ... ég ákvað að vera ekki að rembast við það, heldur láta rétta tækifærið koma,"
sagði Dóri.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner