Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 25. nóvember 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
Klopp skilur ekki rökin á bakvið 2000 áhorfendur
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segist ekki skilja rökin á bakvið það að leyfa 2000 áhorfendur á suma velli á Englandi.

Stefnt er á að leyfa áhorfendur í ensku deildunum á nýjan leik. Í sumum borgum verða allt að 4000 áhorfendur leyfðir en í borgum þar sem mikið er um kórónuveirusmit verður hámarkið 2000 áhorfendur á leik.

Líklegt er að Liverpool fái að hámarki að hleypa 2000 áhorfendum inn á Anfield til að byrja með en tilkynnt verður á morgun hvað einstaka félög mega leyfa marga áhorfendur.

„Ég skil ekki af hverju þú getur sett 2000 manns inn á leikvang þar sem pláss er fyrir 60 þúsund manns og líka 2000 manns inn á leikvang þar sem er pláss fyrir 900 manns. Ég skil þetta ekki," sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner