Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 25. nóvember 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Sara Björk: Getum vonandi nýtt svæðin á köntunum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Slóvakíu í undankeppni EM kvenna á morgun klukkan 17:00. Íslenska liðið endar líklega í 2. sæti riðilsins en mikilvægt er að ná sigri í báðum þessum leikjum til að enda með sem flest stig. Þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti fara beint á EM í Englandi á meðan önnur lið í 2. sæti fara í umspil.

„Þær eru mjög þéttar og verjast vel. Vonandi getum við nýtt okkur svæðin sem eru opin á köntunum, fengið fyrirgjafir, verið vel mannaðar inn í teig og klárað færin okkar þar," segir Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði, í viðtali á Twitter síðu KSÍ.

Ísland gerði jafntefli við Svíþjóð á heimavelli í september og burstaði Lettland. Í síðasta mánuði tapaði Ísland hins vegar gegn Svíþjóð ytra og missti um leið af efsta sæti riðilsins.

„Við spiluðum ekki vel og mættum ekki 100% ttilbúnar í leiknum gegn Svíþjóð," sagði Sara.

„Við tökum það jákvæða út úr leikjunum gegn Lettlandi og Svíþjóð heima. Þar vorum við með sjálfstraust og héldum boltanum vel. Þar náðum við okkur eiginleikum fram og vonandi getum við sýnt það á fimmtudaginn."
Athugasemdir
banner
banner
banner