Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 25. nóvember 2021 20:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fyrrum leikmaður Tottenham hraunaði yfir liðið
Alli á ekki skilið að klæðast Tottenham treyjunni framar segir O'hara.
Alli á ekki skilið að klæðast Tottenham treyjunni framar segir O'hara.
Mynd: Getty Images
Tottenham er í vondri stöðu í Sambandsdeildinni eftir 2-1 tap gegn Mura í kvöld.

Jamie O'Hara fyrrum leikmaður liðsins var brjálaður í leikslok og sagði að frammistaða liðsins hafi verið vandræðaleg.

„Þetta var vandræðaleg frammistaða. Sú staðreynd að það þurfti að setja leikmenn á borð við Son, Moura og Hojbjerg inná til að reyna vinna er vandræðalegt."

Hann gengur svo langt að segja að nokkrir leikmenn ættu ekki að klæðast Tottenham treyjunni framar.

„Sumir leikmenn hafa verið hræðilegir og ég skal nefna þá. Daugherty, Ndombele, Dele Alli, Davinson Sanchez voru hræðilegir, þeir ættu að skammast sín fyrir frammistöðuna sína í kvöld. Þeir ættu ekki að klæðast Tottenham treyju framar því þetta er Evrópudeildarleikur sem þú þarft að vinna og ert að reyna sýna þig fyrir nýjum þjálfara. Það er ekki einn leikmaður sem á skilið hrós."

Tottenham þarf að vinna topplið Rennes í lokaumferðinni og treysta á að Mura taki stig af Vitesse til að komast í útsláttakeppnina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner