fös 25. nóvember 2022 12:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Varane klár í slaginn gegn Danmörku
Raphael Varane.
Raphael Varane.
Mynd: Getty Images
Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í morgun. Framundan hjá Frökkum er annar leikur liðsins í riðlakeppni HM. Liðið leikur í D-riðli og mætir Danmörku á morgun.

Deschamps greindi frá því að miðvörður Manchester United, Raphael Varane, væri búinn að jafna sig á meiðslum og gæti spilað á morgun.

„Hann hefði getað spila í fyrsta leik. Hann var klár þá. Við ræddum um þann mögukeika. Hann er klár í slaginn fyrir annan leikinn. Við verðum að taka ákvarðanir. Reynsla hans er eitthvað sem við verðum að hafa í huga."

„Aðalatriðið er að hann er klár og ég verð að taka ákvörðun hvort hann spili,"
sagði Deschamps.

Varane meiddist í leik með Manchester United í lok síðasta mánaðar og hefur ekki spilað síðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner