Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Viktor Karl náði stórum áfanga: Ég er virkilega stoltur
   lau 26. janúar 2019 18:30
Hafliði Breiðfjörð
Gústi Gylfa: Breiðablik er sölumaskína
Gústi Gylfa segir nokkra leikmenn Breiðabliks eftirsótta erlendis frá sem sé eðlilegt enda Breiðablik sölumaskína.
Gústi Gylfa segir nokkra leikmenn Breiðabliks eftirsótta erlendis frá sem sé eðlilegt enda Breiðablik sölumaskína.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er enginn leikur auðveldur, við unnum okkur vel inn í leikinn og það endaði frábærlega vel," sagði Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks eftir 5-0 sigur á Grindavík í Fótbolta.net mótinu í dag.

Breiðablik hefur fengið til sín þá Kwame Quee, Viktor Karl Einarsson og Þóri Guðjónsson í vetur en misst Gísla Eyjólfsson og Oliver Sigurjónsson. Gústi á von á að styrkja liðið frekar.

„Ég er sáttur við það sem er komið hjá okkur en það verða einhverjar breytingar fram að móti. Það er ekkert sem er ákveðið en er í vinnslu," sagði Gústi en óttast hann að missa þá willum Þór Willumsson sem dæmi?

„Já, það eru nokkrir leikmenn. Breiðablik er sölumaskína. Það eru frábærir ungir leikmenn sem eru að koma hérna uppúr yngri flokkunum og eðlilega eru erlend lið að bera víurnar í þessa stráka. Willum er mjög heitur núna og við sjáum hvað setur. Það eru líka nokkur járn í eldinum með leikmenn sem gætu komið til okkar en við sjáum hvað setur," sagði Gústi en eru þá fleiri sem gætu farið?

„Já, þetta er þannig lið, þetta er frábært lið og frábærir leikmenn. Það er endalaust verið að vesenast á meðan glugginn er opinn í Evrópu og svo heldur skandinavía áfram. Auðvitað eru lið úti að kíkja á okkar leikmenn. Í raun eru allir leikmennirnir okkar vinsælir, eðlilega því þetta eru góðir leikmenn."

Hvað ef enginn þeirra færi, myndi hann samt styrkja liðið frekar? „Ég myndi þurfa að skoða það og get ekki svarað því. Mögulega einn leikmann eins og staðan er, en ef við missum tvo þá myndi ég vilja tvo og svo auka leikmann."

Brynjólfur Darri Willumsson og Kwame Quee áttu þrjú af mörkum Blika í dag og fögnuðu mörkunum með dansi og handabandaæfingum.

„Það er flott, þetta er ákveðið sem Kwame Quee hefur, X-factor sem hann kemur með inn í þetta, við fögnum því," sagði Gústi léttur að lokum.
Athugasemdir
banner
banner