Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
Heiðdís: Stolt að vinna bikar eftir barnsburð
Berglind Björg: Skemmtilegra núna heldur en í fyrra
Sammy: Búin að vera að æfa þessa tegund af slútti
Virkilega ánægð með skiptin í Breiðablik - „Vildi vinna bikara og það hefur komið"
„,Þetta er bara geggjað, þetta er bara bilun"
Thelma Karen: Eigum endalaust inni og þetta er ekki búið
Guðni meyr: Stoltur af því að vera FH-ingur
Nik eftir sigur í úrslitaleiknum: Þetta er ótrúlegt
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
   lau 26. janúar 2019 18:30
Hafliði Breiðfjörð
Gústi Gylfa: Breiðablik er sölumaskína
Gústi Gylfa segir nokkra leikmenn Breiðabliks eftirsótta erlendis frá sem sé eðlilegt enda Breiðablik sölumaskína.
Gústi Gylfa segir nokkra leikmenn Breiðabliks eftirsótta erlendis frá sem sé eðlilegt enda Breiðablik sölumaskína.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er enginn leikur auðveldur, við unnum okkur vel inn í leikinn og það endaði frábærlega vel," sagði Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks eftir 5-0 sigur á Grindavík í Fótbolta.net mótinu í dag.

Breiðablik hefur fengið til sín þá Kwame Quee, Viktor Karl Einarsson og Þóri Guðjónsson í vetur en misst Gísla Eyjólfsson og Oliver Sigurjónsson. Gústi á von á að styrkja liðið frekar.

„Ég er sáttur við það sem er komið hjá okkur en það verða einhverjar breytingar fram að móti. Það er ekkert sem er ákveðið en er í vinnslu," sagði Gústi en óttast hann að missa þá willum Þór Willumsson sem dæmi?

„Já, það eru nokkrir leikmenn. Breiðablik er sölumaskína. Það eru frábærir ungir leikmenn sem eru að koma hérna uppúr yngri flokkunum og eðlilega eru erlend lið að bera víurnar í þessa stráka. Willum er mjög heitur núna og við sjáum hvað setur. Það eru líka nokkur járn í eldinum með leikmenn sem gætu komið til okkar en við sjáum hvað setur," sagði Gústi en eru þá fleiri sem gætu farið?

„Já, þetta er þannig lið, þetta er frábært lið og frábærir leikmenn. Það er endalaust verið að vesenast á meðan glugginn er opinn í Evrópu og svo heldur skandinavía áfram. Auðvitað eru lið úti að kíkja á okkar leikmenn. Í raun eru allir leikmennirnir okkar vinsælir, eðlilega því þetta eru góðir leikmenn."

Hvað ef enginn þeirra færi, myndi hann samt styrkja liðið frekar? „Ég myndi þurfa að skoða það og get ekki svarað því. Mögulega einn leikmann eins og staðan er, en ef við missum tvo þá myndi ég vilja tvo og svo auka leikmann."

Brynjólfur Darri Willumsson og Kwame Quee áttu þrjú af mörkum Blika í dag og fögnuðu mörkunum með dansi og handabandaæfingum.

„Það er flott, þetta er ákveðið sem Kwame Quee hefur, X-factor sem hann kemur með inn í þetta, við fögnum því," sagði Gústi léttur að lokum.
Athugasemdir
banner