Manchester-liðin sýna Donnarumma áhuga - Arsenal vill klára kaupin á Eze - Fofana til Everton?
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
Heimir Guðjóns: Átakanlegt að fylgjast með þessu
Adam Ægir sló á létta strengi: Þeir fengu mig inn, það var það sem breyttist
Túfa um markametið: Getur sett met sem verður gríðarleg erfitt að slá
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
   lau 26. janúar 2019 18:30
Hafliði Breiðfjörð
Gústi Gylfa: Breiðablik er sölumaskína
Gústi Gylfa segir nokkra leikmenn Breiðabliks eftirsótta erlendis frá sem sé eðlilegt enda Breiðablik sölumaskína.
Gústi Gylfa segir nokkra leikmenn Breiðabliks eftirsótta erlendis frá sem sé eðlilegt enda Breiðablik sölumaskína.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er enginn leikur auðveldur, við unnum okkur vel inn í leikinn og það endaði frábærlega vel," sagði Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks eftir 5-0 sigur á Grindavík í Fótbolta.net mótinu í dag.

Breiðablik hefur fengið til sín þá Kwame Quee, Viktor Karl Einarsson og Þóri Guðjónsson í vetur en misst Gísla Eyjólfsson og Oliver Sigurjónsson. Gústi á von á að styrkja liðið frekar.

„Ég er sáttur við það sem er komið hjá okkur en það verða einhverjar breytingar fram að móti. Það er ekkert sem er ákveðið en er í vinnslu," sagði Gústi en óttast hann að missa þá willum Þór Willumsson sem dæmi?

„Já, það eru nokkrir leikmenn. Breiðablik er sölumaskína. Það eru frábærir ungir leikmenn sem eru að koma hérna uppúr yngri flokkunum og eðlilega eru erlend lið að bera víurnar í þessa stráka. Willum er mjög heitur núna og við sjáum hvað setur. Það eru líka nokkur járn í eldinum með leikmenn sem gætu komið til okkar en við sjáum hvað setur," sagði Gústi en eru þá fleiri sem gætu farið?

„Já, þetta er þannig lið, þetta er frábært lið og frábærir leikmenn. Það er endalaust verið að vesenast á meðan glugginn er opinn í Evrópu og svo heldur skandinavía áfram. Auðvitað eru lið úti að kíkja á okkar leikmenn. Í raun eru allir leikmennirnir okkar vinsælir, eðlilega því þetta eru góðir leikmenn."

Hvað ef enginn þeirra færi, myndi hann samt styrkja liðið frekar? „Ég myndi þurfa að skoða það og get ekki svarað því. Mögulega einn leikmann eins og staðan er, en ef við missum tvo þá myndi ég vilja tvo og svo auka leikmann."

Brynjólfur Darri Willumsson og Kwame Quee áttu þrjú af mörkum Blika í dag og fögnuðu mörkunum með dansi og handabandaæfingum.

„Það er flott, þetta er ákveðið sem Kwame Quee hefur, X-factor sem hann kemur með inn í þetta, við fögnum því," sagði Gústi léttur að lokum.
Athugasemdir