Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 26. janúar 2020 06:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ekki rétta svarið að reka Solskjær - Woodward verður að axla ábyrgð
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Blaðamaðurinn Oliver Holt skrifaði í gærkvöldi grein inn á DailyMail. Þar fjallar hann um Manchester United.

Greinin ber fyrirsögnna: Það er ekki rétta svarið að reka Ole Gunnar Solskjær... félagið er orðin ódýra týpan af Real Madrid og það er kominn tími á að Ed Woodward axli ábyrgð á þessu rugli.

Holt heldur áfram og skrifar: Besti framherji liðsins var seldur til Inter og besti varnarmaðurinn lánaður til Roma.

Besti miðjumaður Solskjær er laus í brúðkaup og afmælisveislur en sjaldnast í fótboltaleiki.

Félagið lánaði Alexis Sanchez og fékk ekkert í staðinn. Ofan á það er besti framherji liðsins meiddur út tímabilið.

Þegar Solskjær reynir að kaupa einhvern þá ákveður Ed Woodward, sem er tilbúinn að borga há laun, að hann hafi allt í einu hætt að leika jólasveininn og vill ekki borga upphæðina sem þarf til að fá leikmanninn til liðsins.

Erling Braut Haaland, eitt af skotmörkum United, hefur skorað fimm mörk á 57 mínútum. Vandamálið er samt ennþá Solskjær...

Woodward hefur byrjað að hreinsa til hjá United en hefur gleymt að byggja upp aftur. Liðið er í 5. sæti, sæti ofar en Jose Mourinho var í áður en hann var sendur til London.

Með liðið sem Solskjær hefur og vandamálin sem eru innan félagsins, að hann hafi náð að halda liðinu í möguleika á Meistaradeildarsæti er afrek.

Ef einhver hefur misst af því þá hefur United ekki verið í baráttunni um titil undanfarin ár.

Glazer fjölskyldan og Woodward geta rétt upp hönd og tekið það á sig að Liverpool og Manchester City eru langt á undan United í dag. Með einhverjum hætti hefur Solskjær tekist að vera fyrir ofan Tottenham og Arsenal.

Þetta er kannski ekki besti tíminn til að verja Solskjær, stuðningsmenn nýbúnir að yfirgefa völlinn undir lok leiks gegn Burnley og Tranmere Rovers lítur út fyrir að vera lið sem gæti slegið út Manchester United í ensku bikarkeppninni.

Mér (ennþá eru þetta orð Oliver Holt) finnst ekki réttur tíminn til að losa Solskjær. Ef félagið losar hann þá er það endanleg staðfesting á stjórnleysinu sem ríkir hjá félaginu.

Félagið var eitt sinn að berjast um alla titla en nú er allt í óreiðu. Eigendur liðsins eiga að fá skammirnar og þeirra maður Woodward. Margir af stuðningsmönnum United vita þetta og sungu þeir nafn Solskjær á miðvikudaginn.

Stuðningsmenn sungu einnig um Glazers og Woodward og voru sum lögin ekki viðeigandi.

Woodward hefur verið stórkostlega mistækur í tíð sinni síðan hann tók við af David Gill en enginn á skilið svona söngva. Hann er klárlega öflugur þegar kemur að fjárhagslegu hlið félagsins en leikmannamálin eru ekki hans sterkasta hlið.

Oliver Holt heldur áfram í grein sinni og fer dýpra í það hvernig hlutirnir voru og hvernig þeir eru í dag.

Greinina í heild sinni má lesa hér.
Athugasemdir
banner