Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 26. janúar 2022 16:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Var að gæla við að fá Bödda en leitar áfram - Hólmar lofaði að láta vita
Hólmar Örn í leik gegn FH í fyrra.
Hólmar Örn í leik gegn FH í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Böðvar Böðvarsson
Böðvar Böðvarsson
Mynd: Trelleborg
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var til viðtals í sjónvarpsþættinum 433.is í gær. Hann ræddi þar við þáttarstjórnandann Hörð Snævar Jónsson.

Hann ræddi um vinstri bakvarðarstöðuna og Hólmar Örn Eyjólfsson, leikmann Rosenborg, í þættinum.

„Við erum með þrjá hafsenta og það er ekkert launungarmál að Orri [Sigurður Ómarsson] hefur verið að leysa vinstri bakvarðarstöðuna. Hann hefur gert það að mínu mati vel en það er ekkert launungarmál að við höfum verið að leita að vinstri bakverði. Það hefur ekki gengið nógu vel og við erum ennþá að leita. Við viljum vera með meiri breidd í vörninni og við munum reyna að auka breiddina fyrir mót," sagði Heimir.

„Það er aldrei að vita hvort það komi inn miðvörður. Ég hef talað við Hólmar, hann kom og æfði hjá mér þegar ég var að þjálfa hjá FH. Ég hef oft spjallað við hann og ég get alveg sagt að ég hringdi í hann og spurði hann hver væri staðan á hans málum. Hann lofaði að láta mig vita ef það myndi eitthvað gerast, það var ekkert flóknara en það."

Sjá einnig:
Hólmar á leið frá Rosenborg og orðaður við íslensk félög

Hörður spurði Heimi hvort hann væri með einhvern í hendi varðandi vinstri bakvarðarstöðuna. Heimir svaraði neitandi. „Ég var að gæla við það að Böddi myndi mæta á svæðið en ég skil hann vel, hann vill vera úti sem atvinnumaður og fékk fínt tilboð frá Trelleborg. Ég ætla að vona að honum gangi vel þar."

Heimir sagði þá að hann hefði stillt upp Sigurði Agli Lárussyni í vinstri bakverðinum. „Það er aldrei að vita nema ég prófi hann þar."

Böddi, Böðvar Böðvarsson, samdi við Trelleborg á dögunum en hann hafði æft með Val á síðustu vikum.

Sjá einnig:
Sagður hafa fundað með Val - „Markmiðið er að vera úti"
Athugasemdir
banner
banner
banner