Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
banner
   fim 26. janúar 2023 13:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stóri Dunc tekinn við Forest Green (Staðfest) - „Beðið eftir þessu lengi"
Duncan Ferguson, fyrrum framherji Everton, var í dag ráðinn stjóri Forest Green sem er í ensku C-deildinni, League One.

„Ég hef beðið eftir þessu lengi. Ég er mjög þakklátur að fá þetta tækifæri. Þetta gerðist mjög hratt. Ég tók símtal í fyrrakvöld og var beðinn um að koma til að ræða málin. Við ræddum málin, ég fór aftur til Liverpool, tók ákvörðun og kom aftur hingað," sagði Ferguson í dag.

Hann tekur við af Ian Burchnall sem stýrði liðinu í átta mánuði. Liðið er í botnsæti deildarinnar og tapaði á þriðjudag gegn Bolton sem var lokaleikur Burchnall í starfi. Liðið hefur einungis unnið fimm leiki á tímabilinu og er fjórum stigum frá öruggu sæti.

„Þetta hefur tekið langan tíma, ég hef verið þjálfari, aðstoðarmaður, bráðabirgðastjóri, ég hef gert allt nema verið stjóri til frambúðar. Þetta er frábært tækifæri hjá frábæru félagi. Við höfum trú á því að liðið geti klifrað upp töfluna fljótlega."

Stóri Dunc, eins og hann er oft kallaður, var í tvígang bráðabirgðastjóri Everton. Fyrst þegar Marco Silva var látinn fara og svo þegar Rafa Benítez var látinn fara.

„Það var alltaf í kortunum að ég yrði orðaður við stöðuna. Það kom aldrei til að ég tæki við, en ég er hæstánægður að vera hér," sagði Duncan.
Stöðutaflan England England 1. deild - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Stevenage 10 8 1 1 17 8 +9 25
2 Bradford 11 7 3 1 20 13 +7 24
3 Cardiff City 11 7 2 2 19 9 +10 23
4 Wimbledon 12 7 1 4 17 13 +4 22
5 Stockport 12 6 4 2 18 14 +4 22
6 Lincoln City 11 6 3 2 17 10 +7 21
6 Cambridge City 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Bolton 13 5 5 3 18 15 +3 20
8 Huddersfield 12 6 1 5 18 15 +3 19
9 Barnsley 10 5 2 3 16 14 +2 17
10 Doncaster Rovers 12 5 2 5 11 16 -5 17
11 Luton 11 5 1 5 14 13 +1 16
12 Mansfield Town 11 4 3 4 16 14 +2 15
13 Leyton Orient 12 4 2 6 20 22 -2 14
14 Northampton 11 4 2 5 8 10 -2 14
15 Port Vale 12 3 4 5 11 11 0 13
16 Exeter 12 4 1 7 12 13 -1 13
17 Wigan 12 3 4 5 15 17 -2 13
18 Plymouth 11 4 1 6 16 19 -3 13
19 Wycombe 12 3 3 6 14 15 -1 12
20 Burton 11 3 3 5 10 15 -5 12
21 Reading 11 2 5 4 12 16 -4 11
22 Rotherham 11 3 2 6 11 16 -5 11
23 Blackpool 12 2 2 8 10 20 -10 8
24 Peterboro 11 2 1 8 8 20 -12 7
Athugasemdir