Man Utd heldur áfram að reyna við Dorgu, Neymar er til í að fórna launum til að komast til Santos og Aston Villa hefur áhuga á varnarmanni Chelsea
   sun 26. janúar 2025 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
England: Chelsea lagði Arsenal - Dagný kom inn í sigri
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: West Ham
Það fóru fimm leikir fram í enska kvennaboltanum í dag þar sem Chelsea lagði Arsenal að velli í toppbaráttunni.

Chelsea er á svakalega góðu skriði og trónir á toppi Ofurdeildarinnar með 34 stig eftir 12 umferðir. Liðið er með sjö stiga forystu á Manchester United sem kemur í öðru sæti.

Hin norska Guro Reiten skoraði eina mark leiksins gegn Arsenal og kom það úr umdeildri vítaspyrnu á 84. mínútu. Katie McCabe var dæmd brotleg innan teigs og fékk gult spjald fyrir, sem hún mótmælti grimmilega og fékk annað gult spjald að launum = rautt spjald.

Chelsea hafði verið sterkara liðið að vellinum fram að vítaspyrnudóminum og verðskuldaði sigur.

Man Utd lagði þá Brighton að velli til að vippa sér uppfyrir Manchester City og í annað sætið.

Ella Toone og Hinata Miyazawa skoruðu snemma leiks áður en Celin Bizet Ildushöy innsiglaði sigurinn með þriðja og síðasta markinu.

María Thorisdóttir lék allan leikinn í liði Brighton, sem er í fimmta sæti deildarinnar með 17 stig eftir 12 umferðir.

Liverpool tapaði þá á útivelli gegn fallbaráttuliði Leicester City á meðan botnlið Crystal Palace tapaði enn einum slagnum, í þetta sinn á heimavelli gegn Tottenham.

West Ham hafði að lokum betur gegn Everton í fallbaráttunni og fékk Dagný Brynjarsdóttir að spila síðasta stundarfjórðunginn í 2-0 sigri Hamranna, sem eru sex stigum fyrir ofan fallsæti eftir sigurinn.

Chelsea 1 - 0 Arsenal
1-0 Guro Reiten ('84, víti)
Rautt spjald: Katie McCabe, Arsenal ('83)

Man Utd 3 - 0 Brighton
1-0 Ella Toone ('2)
2-0 Hinata Miyazawa ('11)
3-0 Celine Bizet Ildhusoy ('69)

West Ham 2 - 0 Everton
1-0 Shekiera Martinez ('9)
2-0 Viviane Asseyi ('45, víti)

Leicester 2 - 1 Liverpool
0-1 Olivia Smith ('3)
1-1 Janice Cayman ('17)
2-1 Deearna Goodwin ('40)

Crystal Palace 2 - 3 Tottenham
0-1 Bethany England ('14)
0-2 Bethany England ('23)
1-2 Katherine Stengel ('48)
2-2 Ashleigh Weerden ('64)
2-3 Olivia Hodt ('95)
Athugasemdir
banner
banner