Man Utd heldur áfram að reyna við Dorgu, Neymar er til í að fórna launum til að komast til Santos og Aston Villa hefur áhuga á varnarmanni Chelsea
   sun 26. janúar 2025 19:28
Ívan Guðjón Baldursson
Sádi-Arabía: Ronaldo og Toney á skotskónum - Jói Berg lék allan leikinn
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Það fóru fjórir leikir fram í efstu deild í Sádi-Arabíu í dag þar sem Cristiano Ronaldo skoraði eitt í sigri hjá Al-Nassr.

Sadio Mané var fyrstur að koma boltanum í netið en markið dæmt af. Al-Nassr var sterkari aðilinn í leiknum og komst í tveggja marka forystu áður en gestirnir í liði Al-Fateh minnkuðu muninn.

Þá var komið að Ronaldo að innsigla sigurinn og skoraði hann eftir stoðsendingu frá Mané. Ronaldo setti boltann aftur í netið í uppbótartíma en ekki dæmt mark vegna rangstöðu. Hann er markahæstur í deildinni með 14 mörk og 2 stoðsendingar, tveimur mörkum meira heldur en Karim Benzema og Aleksandar Mitrovic.

Mohamed Simakan komst líka á blað en Marcelo Brozovic og Otávio voru einnig meðal byrjunarliðsmanna.

Ivan Toney skoraði þá tvennu í stórsigri Al-Ahli gegn Al-Riyadh. Roberto Firmino og Riyad Mahrez komust einnig á blað, eftir stoðsendingar frá Franck Kessié og markverðinum Edouard Mendy.

Lokatölur urðu 5-0 en í fyrri hálfleik voru þrjú mörk dæmd af Al-Ahli eftir nánari athugun í VAR-herberginu.

Al-Nassr er í þriðja sæti deildarinnar með 35 stig eftir 17 umferðir, átta stigum á eftir toppliðunum sem eiga leik til góða. Al-Ahli er í fimmta sæti með 32 stig.

Gabri Veiga og Merih Demiral voru einnig í byrjunarliði Al-Ahli í dag ásamt Roger Ibanez.

Al-Khaleej lagði Al-Okhdood þá að velli á meðan Al-Orubah gerði markalaust jafntefli á útivelli gegn Al-Taawon.

Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn í sóknarlínu Al-Orubah sem er í fallbaráttu, með 14 stig eftir 17 umferðir.

Al-Nassr 3 - 1 Al-Fateh
1-0 M. Saadane ('41, sjálfsmark)
2-0 Mohamed Simakan ('57)
2-1 M. Batna ('72)
3-1 Cristiano Ronaldo ('87)

Al-Ahli 5 - 0 Al-Riyadh
1-0 Ivan Toney ('4)
2-0 Z. Al-Johani ('60)
3-0 Roberto Firmino ('63)
4-0 Ivan Toney ('72, víti)
5-0 Riyad Mahrez ('88)

Al-Taawon 0 - 0 Al-Orubah

Al-Okhdood 1 - 2 Al-Khaleej

Athugasemdir
banner