Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 26. febrúar 2024 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gallagher vill ekki fara - Margir orðaðir við Arsenal
Powerade
Conor Gallagher.
Conor Gallagher.
Mynd: EPA
Victor Osimhen.
Victor Osimhen.
Mynd: Getty Images
Mun Aguero snúa aftur?
Mun Aguero snúa aftur?
Mynd: Getty Images
Gallagher, Ferguson, Osimhen, Harrison, Ratcliffe, Aguero og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins.

Miðjumaðurinn Conor Gallagher (24) segist vilja vera áfram hjá Chelsea en hann á 18 mánuði eftir af samningi sínum og hefur verið orðaður við Tottenham. (Sky Sports)

Arsenal er að fylgjast með Evan Ferguson (19), sóknarmanni Brighton. (Football Insider)

Victor Osimhen (25), sóknarmaður Napoli, gæti líka verið möguleiki fyrir Arsenal en Chelsea og Paris Saint-Germain vilja einnig fá nígeríska framherjann. (GiveMeSport)

Diant Ramaj (22), markvörður Ajax, er einnig leikmaður sem Arsenal hefur áhuga á og er hann möguleiki sem félagið mun skoða ef Aaron Ramsdale (25) ákveður að fara. (Football Transfers)

Kantmaðurinn Jack Harrison (27) vill að Everton kaupi sig frá Leeds í sumar en hann hefur verið þar á láni á tímabilinu. (Football Insider)

Sir Jim Ratcliffe, nýr minnihlutaeigandi Manchester United, vill breyta launakerfi félagsins þannig að árangurstengdar greiðslur verði stærri hluti af launum. (Mirror)

Man Utd mun reyna að fá sóknarmann, hægri bakvörð og miðvörð í sumar. (Telegraph)

Anthony Martial (28) mun yfirgefa United á frjálsri sölu í sumar. (Football Insider)

Juventus hefur sett 51 milljón punda verðmiða á framherjann Kenan Yildiz (18) en Arsenal hefur sýnt honum áhuga. Hann hefur aðeins komið við sögu í 15 leikjum frá því hann gekk í raðir Juventus frá Bayern München sumarið 2022. (Sun)

Sergio Aguero (35), fyrrum sóknarmaður Manchester City og Barcelona, gæti óvænt snúið aftur í fótbolta en hann lagði skóna á hilluna árið 2021 vegna hjartavandamála. (Mundo Deportivo)

Endrick (17) á að ganga í raðir Real Madrid þegar hann verður 18 ára í júlí en brasilíska félagið Palmeiras vonast til að halda honum enn lengur. (ESPN)
Athugasemdir
banner
banner
banner