Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 26. mars 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sancho markahæsti táningur í sögu þýska boltans
Mynd: Getty Images
Jadon Sancho átti 20 ára afmæli í gær og hefur hann skorað 27 mörk í þýsku deildinni frá komu sinni til Borussia Dortmund fyrir tæpum þremur árum.

Hann er því markahæsti táningurinn í sögu efstu deildar og aðeins þremur mörkum frá meti Kai Havertz, sem varð á dögunum yngsti leikmaðurinn til að skora 30 mörk í efstu deild.

Havertz er næstmarkahæsti táningur deildarinnar með 24 mörk. Goðsagnirnar Horst Köppel, Olaf Thon og Klaus Fischer eru einnig á lista yfir fimm markahæstu táninga í sögu efstu deildar.

Það sem Sancho hefur þó umfram aðra er að hann hefur einnig verið gríðarlega duglegur við að leggja upp mörk. Havertz er iðinn við að leggja upp og er með 24 stoðsendingar í efstu deild, en Sancho er búinn að búa til 37 mörk í talsvert færri leikjum.

Havertz á 110 leiki að baki í efstu deild á meðan Sancho hefur aðeins spilað 69 leiki.


Athugasemdir
banner
banner
banner