Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 26. mars 2023 14:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Foden fékk botnlangakast og fór í aðgerð - Framhaldið óljóst
Mynd: Getty Images

Phil Foden leikmaður Manchester City hefur þurft að draga sig úr landsliðshópi Englands eftir að hafa greinst með botnlangabólgu.


Hann er þegar búinn að gangast undir aðgerð en hann kom lítið við sögu í sigri Englands gegn Ítalíu á fimmtudaginn. Hann kom inn á sem varamaður á 69. mínútu en var tekinn af velli fyrir Kieran Trippier á 81. mínútu.

Trippier leysti af Luke Shaw sem hafði fengið rautt spjald rétt áður.

Þetta er mikið áfall fyrir Foden og enska landsliðið en þetta er einnig áfall fyrir City sem er í harðri baráttu um enska titilinn og einnig í Meistaradeildinni þar sem liðið mætir Bayern Munchen í átta liða úrslitum.

Það er búist við því að James Maddison leikmaður Leicester verði í byrjunarliðinu gegn Úkraínu á eftir en leikurinn hefst kl. 16.


Athugasemdir
banner
banner