Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
   mið 26. mars 2025 16:34
Elvar Geir Magnússon
Glódís byrjar á bekknum í Frakklandi - Verk að vinna fyrir Bayern
Glódís Perla Viggósdóttir hefur verið að glíma við meiðsli.
Glódís Perla Viggósdóttir hefur verið að glíma við meiðsli.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Seinni leikirnir í 8-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna eru framundan en Glódís Perla Viggósdóttir og Bayern München heimsækja Lyon klukkan 17:45.

Glódís hefur verið að glíma við meiðsli og var ónotaður varamaður þegar Bayern tapaði 0-2 heima í fyrri leiknum. Hún byrjar á bekknum í kvöld. Það er verk að vinna fyrir Bayern að snúa dæminu við.

Seinna í kvöld mætir Arsenal liði Real Madrid og á morgun mun Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur í Wolfsburg mæta Barcelona. Katalónska liðið rúllaði yfir fyrri leikinn og er komið með annan fótinn í undanúrslit.

Í dag:
17:45 Lyon - Bayern München (2-0)
20:00 Arsenal - Real Madrid (0-2)

Á morgun:
17:45 Barcelona - Wolfsburg (4-1)
20:00 Chelsea - Manchester City (0-2)
Athugasemdir
banner