FH tók á móti Breiðabliki á hybrid grasinu í Kaplakrika í gær. Hybrid gras er blandað gras þar sem gervigras er notað til að styðja við venjulegt gras.
Það er ekki vaninn að spilað sé á grasi á Íslandi í mars. En hvernig var að spila á grasinu?
Fótbolti.net ræddi við Viktor Karl Einarsson, leikmann Breiðabliks, í dag.
Það er ekki vaninn að spilað sé á grasi á Íslandi í mars. En hvernig var að spila á grasinu?
Fótbolti.net ræddi við Viktor Karl Einarsson, leikmann Breiðabliks, í dag.
„Þetta var allt í lagi, við vorum dálítið með boltann í fyrri hálfleik, vorum að þreifa á þeim og mér fannst þeir eiga í erfiðleikum með að pressa okkur. Svo gerum við mistök, erum 'soft' í öftustu línu og þeir fá helvíti þægilegt færi. Svo er eiginlega það sama í öðru markinu, við smá kærulausir að spila boltanum inn á miðjuna og FH-ingar komast í skyndisókn og fá víti í kjölfarið. Annars var þetta bara týpískur leikur á grasi á milli þessara liða á þessum tíma," segir Viktor Karl.
Vel hefur verið að talað um hybrid grasið í Kaplakrika og myndir verið birtar af iðagrænu grasi.
„Mér fannst allt í lagi að spila á vellinum í gær, hann var aðeins erfiðari en ég bjóst við. Ég hélt að ég væri að fara á Santiago Bernabeu. Völlurinn var alveg smá þungur og smá 'bumpy'."
Blikar eru tiltölulega nýkomnir heim úr æfingaferð í Portúgal.
„Við vorum á helvíti góðu grasi í Portúgal og þess vegna held ég líka, í framhaldi af ferðinni, að við vildum taka einn leik á grasi. Grasið úti í Portúgal var náttúrulega eins og teppi."
Var munurinn á hybridinu og grasinu úti í Portúgal þá mishæðir í vellinum?
„Völlurinn hjá FH leit mjög vel út og er alveg sléttur. En núna er náttúrulega mars og því völlurinn kannski ekki kominn í sitt allra besta stand. Hann leit þannig út fyrir mér að þegar líður aðeins á árið, sólin fer aðeins að skína, þá verði hann helvíti góður," segir Viktor Karl.
Athugasemdir