Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 26. apríl 2021 19:38
Brynjar Ingi Erluson
Danmörk: Mikael lagði upp í tapi
Mikael Neville Anderson lagði upp mark í tapinu
Mikael Neville Anderson lagði upp mark í tapinu
Mynd: Getty Images
Mikael Anderson, leikmaður U21 árs landsliðs Íslands, lagði upp mark í 3-2 tapi Midtjylland gegn Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Midtjylland var á toppnum með eins stigs forystu á Bröndby fyrir leikinn í kvöld og átti því möguleika á að færast nær titlinum.

Heimamenn í Nordsjælland komust yfir snemma leiks með marki úr vítaspyrnu áður en Sory Kaba jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks.

Mikael var í byrjunarliði Midtjylland og var hann arkitektinn að öðru marki gestann á 54. mínútu er Pione Sisto skoraði. Mikael fór hins vegar af velli á 81. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar jöfnuðu heimamenn í Nordsjælland.

Simon Adingra tryggði svo Nordsjælland sigurinn í uppbótartíma og lokatölur 3-2 fyrir heimamenn.

Midtjylland er í efsta sætinu með 53 stig, stigi á undan Bröndby þegar fimm leikir eru eftir.
Athugasemdir
banner