Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. maí 2022 21:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild kvenna: Grótta á toppnum - Fyrsti sigur Sindra
Úr leik Gróttu og Völsungs.
Úr leik Gróttu og Völsungs.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Samira gerði sigurmark Sindra.
Samira gerði sigurmark Sindra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru fjórir leikir á dagskrá í 2. deild kvenna í dag. Eftir þessa leiki er Grótta á toppnum ásamt Fram, en bæði þessi lið hafa unnið fyrstu tvo leiki sína.

Fram vann 3-0 sigur á ÍA í gær og í dag vann Grótta sigur á Vopnafirði þar sem þær heimsóttu Einherja. María Lovísa Jónasdóttir kom Gróttu snemma yfir en Einherjakonur jöfnuðu metin eftir um hálftíma leik með sjálfsmarki.

Grótta var samt yfir í hálfleik því Ariela Lewis skoraði á 42. mínútu. Grótta bætti tveimur mörkum við áður en flautað var til leiksloka og lokatölur 1-4 á Vopnafirði. Grótta er með sex stig og Einherji er án stiga.

Sindri tók sín fyrstu stig á tímabilinu með 3-2 sigri gegn Álftanesi og eru bæði þessi lið með þrjú stig núna.

Þá gerðu ÍH og Hamar 1-1 jafntefli, og var niðurstaðan sömuleiðis jafntefli hjá KH og Völsungi. KH situr í þriðja sæti með fjögur stig eftir þau úrslit.

ÍH 1 - 1 Hamar
0-1 Ásta Sól Stefánsdóttir ('21 )
1-1 Aldís Kara Lúðvíksdóttir ('33 )

Einherji 1 - 4 Grótta
0-1 María Lovísa Jónasdóttir ('13 )
1-1 Tinna Jónsdóttir ('31 , Sjálfsmark)
1-2 Ariela Lewis ('42 )
1-3 Tinna Jónsdóttir ('83 )
1-4 Lovísa Davíðsdóttir Scheving ('87 )

Sindri 3 - 2 Álftanes
1-0 Samira Suleman ('35 , Mark úr víti)
2-0 Sessilía Sól Davidsdóttir ('44 )
2-1 Aníta Ýr Þorvaldsdóttir ('50 )
2-2 Aníta Ýr Þorvaldsdóttir ('65 )
3-2 Samira Suleman ('82 )

KH 2 - 2 Völsungur
0-1 Krista Eik Harðardóttir
1-1 Eva Stefánsdóttir
2-1 Glódís María Gunnarsdóttir
2-2 Krista Eik Harðardóttir
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner