fim 26. maí 2022 14:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Elliott um að spila fyrir Liverpool: Bara allt í lagi
Mynd: EPA

Liverpool og Real Madrid mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn.


Harvey Elliott leikmaður Liverpool er gríðarlegt efni en þessi 19 ára gamli leikmaður missti úr nokkra mánuði á þessari leiktíð eftir að hafa lent í alvarlegum meiðslum.

Hann var til viðtals á æfingasvæði Liverpool fyrir leikinn um helgina en hann var spurður að því hvernig væri að vera í liði eins og Liverpool.

„Það er bara allt í lagi," sagði Elliott og glotti.

„Að sjá leikmennina sem ég æfi með, það er hár staðall. Ég hef trú á sjálfum mér og veit að ég get náð eins langt og þeir og sannað það fyrir heiminum og sjálfum mér."

„Ég er langt frá því núna, mikil vinna framundan. Ég reyni að læra allt sem ég get af þessum leikmönnum, að æfa og spila með þeim, það er ekki betri staður í heiminum sem ég get lært af."

Liðin mættust síðast í úrslitaleiknum tímabilið 2017/18 þar sem spænska liðið hafði betur 3-1.


Athugasemdir
banner