Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. maí 2022 10:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Eriksen gæti spilað fyrir Manchester City og Liverpool"
Mynd: EPA

Christian Eriksen átti gott tímabil með Brentford í ensku úrvalsdeildinni. Hann gekk til liðs við félagið í janúar eftir að hafa verið frá síðan á EM 2020 þegar hann fékk hjartaáfall.


Samningur hans við félagið rennur út í sumar en Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United telur að hann gæti samið við Manchester City eða Liverpool í sumar.

„Ég held að stórt félag gæti nælt í Eriksen. Hann mun mögulega halda tryggð við Brentford vegna þess hvað félagið hefur gert fyrir hann."

„Ef þú ert topp sex félag sem er að spila með þriggja manna miðju og ert að leita af leikmanni sem spilar 30 leiki, hann gæti spilað fyrir Man City, hann myndi spila fyrir Liverpool," sagði Shaqiri.

Hann gæti spilað fyrir öll topp sex félögin í landinu, ég er ekki að segja að hann myndi vera í byrjunarliðinu í hverri viku en hann gæti tekið þátt, hugsaðu um það sem Shaqiri gerði fyrir Liverpool í 2-3 ár."

Eriksen sem er þrítugur lék 11 leiki fyrir Brentford og skoraði eitt mark og lagði upp fjögur.


Athugasemdir
banner
banner
banner