Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   fös 26. maí 2023 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Patrick sneri til baka í gær - Endurhæfingin gengið vel
Patrick í leiknum í gær.
Patrick í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski sóknarmaðurinn Patrick Pedersen sneri aftur á fótboltavöllinn í gær þegar Breiðablik vann 1-0 sigur á Valsmönnum. Þetta var í fyrsta sinn þar sem Patrick er í hóp í sumar en hann kom inn á sem varamaður í lokin.

Patrick hafði ekki spilað keppnisleik á árinu fyrr en í gær en hann lék síðast keppnisleik með Valsmönnum í lok október á síðasta ári.

Patrick fór í aðgerð vegna meiðsla í febrúar síðastliðnum og var talað um að hann myndi mögulega ekki snúa aftur fyrr en í júlí, en endurhæfingin hefur gengið vel og mætti hann aftur út á völlinn í gærkvöldi.

Þetta eru frábær tíðindi fyrir Valsmenn sem vonast til að halda lífi í titilbaráttu sinni næsta mánudag er þeir heimsækja Víkinga. Valsmenn eru sem stendur átta stigum frá toppliði Víkings.

Danski framherjinn á að baki 144 leiki fyrir Val í efstu deild og hefur í þeim skorað 87 mörk. Hann skoraði átta mörk í 22 leikjum í Bestu deildinni í fyrra.

Varnarmaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson er líka að stíga upp úr meiðslum sem eru einnig auðvitað mjög góð tíðindi fyrir Val en hægt er að horfa á viðtal við hann frá því í gær hér fyrir neðan.
Hólmar Örn: Þú þarft að leyfa svona leik aðeins að fljóta
Athugasemdir
banner
banner
banner