Fer De Gea til Sádí Arabíu? - Ödegaard var nálægt því að ganga til liðs við Tottenham - Klopp hafnaði þýska landsliðinu
banner
   fös 26. maí 2023 10:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hinn 37 ára gamli Carson verður áfram hjá Englandsmeisturunum
Scott Carson.
Scott Carson.
Mynd: EPA
Enski markvörðurinn Scott Carson hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum hjá Manchester City.

Hann hefur skrifað undir framlengingu um eitt ár og nýr samningur hans við félagið gildir til ársins 2024.

Hinn 37 ára gamli Carson gekk upphaflega í raðir City á láni frá Derby County sumarið 2019 til sumarsins 2021. Í kjölfarið rann samningur hans við Derby út og gekk hann þá alfarið í raðir City.

Carson er þriðji markvörður félagsins og hann verður það áfram á næstu leiktíð, á eftir Ederson og Stefan Ortega.

Pep Guardiola, stjóri Man City, hefur talað um það í gegnum tíðina hversu mikið Carson kemur með inn í hópinn, hversu mikilvægur hann er á bak við tjöldin. „Í búningsklefanum er hann sem annar fyrirliði og hann er rosalega mikilvægur," sagði Guardiola árið 2021.

Carson lék á sínum tíma fjóra A-landsleiki fyrir England en það er ansi langt síðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner