Spænski miðillinn El Larguero segir að La Liga ætli ekki að notast við marklínutækni á næstu leiktíð.
Marklínutæknin hefur reynst mikilvæg í nútímafótbolta en hún hefur verið notuð síðan 2014.
Hún hefur þó ekki til staðar í La Liga á næsta tímabili ef marka má El Larguero.
Ástæðan er einföld, en Javier Tebas, forseti deildarinnar, telur það of kostnaðarsamt að hafa tæknina.
Það kostar deildina 3 milljónir evra á ári að notast við tæknina og hefur Tebas engan áhuga á að greiða þá upphæð.
Athugasemdir